Undankeppni EM í víðavangsbogfimi í Slóveníu var að ljúka. Guðbjörg Reynisdóttir var með 3 hæsta skorið í dag og endaði í 5 sæti í heildina í undankeppni. Sem er mjög gott miðað við að Guðbjörg hefur aldrei áður keppt eða æft í víðavangsbogfimi.
Guðbjörg keppir í fyrramálið í útrýmingarkeppni (eliminations) á móti Iris Kandzic frá Slóveníu sem var í 8 sæti. Sú sem vinnur þar mun mæta Phoebe Rose sem var í 3 sæti frá Bretlandi. Sú sem vinnur það mun mæta í undanúrslitum Eleonora Meloni frá Ítalíu sem var í 2 sæti.
Astrid endaði í 25 sæti í trissuboga kvenna með skorið 582 og hún er því búin á mótinu. Aðeins 22 hæstu í skori halda áfram í útrýmingarkeppni.
En ég náði nokkrum myndum af henni þegar hún skaut á skotmarkið sem var næst miðsvæðinu.