Vegalengdin var áður 30 metrar en fyrr á árinu setti alþjóðasambandið reglur um fjarlægðir í berboga markbogfimi sem taka gildi á næsta ári.
Einnig var breytt um skotskífu stærð þar sem áður var keppt á 30 metrum á 80cm skífu er núna samkvæmt nýu alþjóðareglunum keppt á 50 metrum á 122cm skífu (eins og myndinni fyrir neðan af Ólafi Inga Brandssyni)
Því er enginn furða að allir sem kepptu í berboga í þetta skipti settu Íslandsmet þar sem nánast öll metin fyrir nýju veglengdina voru tóm.
Einu 2 metin sem voru skráð fyrir berboga á 50 metrum voru hjá Guðbjörgu Reynisdóttir í Hróa Hetti í Hafnarfirði sem tapaði Norðurlandameistaratitlinum í U21 berboga fyrr í þessum mánuði í bráðabana og var tvöfaldur norðurlandameistarí 2018.
Guðbjörg sló gamla metið sitt af Norðurlandameistarmótinu í fyrra rétt svo með 1 stigi 488 í 489 á þessu Íslandsmóti.
Við viljum minna keppendur á að tilkynna metin í einstaklings og liðakeppni á bogfimi.is