Flottum fyrsta fyrirlestri Helga Vals um íþróttasálfræði er lokið. Þessi fyrirlestur var almennt um íþróttasálfræði, hvað íþróttasálfræði er, hvernig hún er notuð og fer fram og kynning á vísandagreininni.
Markmiðið er að halda svona fyrirlestur árlega, þar sem fjallað er um mismunandi hluti og notkun íþróttasálfræði. Þar verður mögulega farið dýpra í ákveðin atriði um hvernig hægt er að nota íþróttasálfræði í bogfimi sérstaklega. En Helgi stýrir okkur svolítið í því.
Það var meðal annars áhugavert það sem Helgi ræddi um foreldra og samskipti þeirra við börnin sín í íþróttum. Og væri kannski gaman að setja saman fyrirlestur í framtíðinni sem er miðaður á að aðstoða foreldra. Til að kynna, kenna og virkja foreldra í réttari leiðum að samskiptum og uppbyggilegum stuðningi við börnin sín.
Ykkur er velkomið að notfæra ykkur þjónustu hans Helga. Einkatímar munu að öllum líkindum skila meiru fyrir einstaklinginn en fyrirlestrarnir þar sem þar er hægt að taka á viðeigandi atriðum sem hagnast þeim einstaklingi. helgiv92@hotmail.com
Við munum einnig reyna að bæta hljóð og mynd í framtíðinni fyrir þá sem þurfa að sitja fyrirlestrana í gegnum fjarfundarbúnað 🙂