Friðrik Ingi Hilmarsson í BF Boganum sigraði í berboga karla U18 á Íslandsmóti Ungmenna um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúní í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.
Friðrik setti einnig einstaklings Íslandsmet í undankeppni berboga karla U18 með 292 stig.
Þetta var fyrsta utandyra mót sem Friðrik hefur keppt á. Bróðir hans Sigfús Björgvin Hilmarsson lenti í 2 sæti á mótinu í trissuboga U16 flokki. En meira um það í síðari frétt.
Hægt er að sjá úrslit á ianseo.net