Freyja í 5 sæti á Veronicas Cup

Freyja Dís Benediktsdóttir úr Boganum í Kópavogi endaði í 5 sæti í U21 flokki á Veronicas Cup í Slóveníu um helgina.

Freyja var að vonast eftir því að taka verðlaun á V-Cup í U21 flokki mótinu og var talin mjög líkleg til að enda í topp 3 fyrir mótið. Miðað við skorið hennar Freyju á EM í maí mætti í raun segja að hún hafi verið líklegust til að taka gullið. En andstæðingur Freyju í 8 manna úrslitum, Sarah frá Slóvakíu, átti bara ótrúlega góðan leik gegn Freyju, á meðan að Freyja átti leik undir meðaltali. Freyja var slegin út 139-132 og endaði í 5 sæti á mótinu. Þetta er partur af íþróttinni, maður getur ekki skorað sitt besta alla daga, sumir dagar eru bara ekki að vinna með manni og andstæðingurinn getur alltaf átt góðan dag líka hehe

Það er þó vert að nefna að Freyja er búin að vera að eiga við bólgur í öxl og vinna í target panic á síðustu mánuðum, sem getur verið gífurlega erfitt. Og hún er að standa sig ótrúlega vel í að mæta þeim áskorunum sem hún hefur lent í.

Fólk í íþróttinni sem hefur átt við target panic hefur lýst yfir aðdáun sinni á Freyju við ritanda, að hún haldi áfram ótrauð í keppni þrátt fyrir hvað mikið andlegt álag það getur verið að eiga við target panic, sérstaklega í upphafi, og það högg sem það getur sett í frammistöðuna sérstaklega þegar að mætt er í keppni. En þeir sem eru ákveðnir og gefast ekki upp eru þeir einu sem komast yfir target panic og Freyja er komin vel á veg með það 😉 (Var þetta ekki falleg leið til að segja að hún sé þrjóskari en andskotinn, sem er að þjóna henni vel núna 😂)

Freyja mun næst keppa á Evrópubikarmóti í meistaraflokki í júní, en meira um það síðar.