Freyja Dís Benediktsdóttir vinnur gull í liðakeppni með tveim landsliðsmetum og vann sinn fyrsta útslátt á Alþjóðlegu stórmóti með Íslandsmeti í U18 flokki

Freyja Dís Benediktsdóttir sýndi flotta frammistöðu á Veronicas Cup World Ranking Event í Kamnik í Slóveníu í frekar köldu rigningar veðri. Freyja vann gull verðlaun með trissuboga kvenna landsliðinu í liðakeppni og endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni á mótinu.

Freyja sló Íslandsmetið í U18 trissuboga kvenna útsláttarkeppni með einu stigi á mótinu með skorið 137 þegar hún vann Castroseiros frá Spáni. Freyja var svo slegin út í 16 manna úrslitum gegn stelpu frá El Salvador sem vann gullið úrslit mótsins. Freyja skaut einnig personal best í undankeppni á mótinu með skorið 639 aðeins tveim stigum frá Íslandsmetinu í U18 flokki sem er 641. (Til samanburðar var lágmarksskor fyrir Evrópuleika 2019 640, þannig að þetta er flott skor)

Trissuboga kvenna liðið á mótinu (Freyja, Anna og Eowyn) slóu einnig landliðsmetin í undankeppni liða í Opnum flokki og U21 flokki með skorið 1979 en eldra metið var 1901 frá Smáþjóðaleikunum 2017.

Vert er að geta að þetta er fyrsta alþjóðlega utandyramót Freyju og aðeins annað sinn sem hún keppir í landsliðsverkefni. Freyja byrjaði að æfa bogfimi fyrir aðeins tveim árum síðan.

Við munum sjá meira af Freyju á þessu ári en hún mun keppa á Norðurlandameistaramóti ungmenna í Júlí í Finnlandi og Evrópumeistaramóti ungmenna í Ágúst í Bretlandi.