Freyja Dís Benediktsdóttir sigraði Bulgarian Open í Sofia Búlgaríu í dag í trissuboga kvenna U21.
Freyja tók gull úrslita leikinn gegn liðsfélaga sínum Eowyn Maria Mamalias með naumum mun 137-136, en þær sýndu báðar mikla yfirburði á mótinu, Eowyn var hærri í undankeppni en Freyja tók gull úrslitaleikinn eftir að þær höfðu slegið alla aðra keppendur út. Eowyn tók því silfrið og Darija Zlateva frá Búlgaríu tók svo bronið.
Eowyn var hærri í undankeppni mótsins og hún tók gullið í blandaðri liðakeppni (1kk og 1kvk) ásamt liðsfélaga þeirra Ragnari Smára Jónssyni.
Bulgarian Open er eitt af tveim mótum sem Íslensku keppendurnir munu keppa á í Búlgaríu. Seinna mótið er Evrópubikarmót ungmenna en það hefst á morgun. Við munum fjalla meira um gengi okkar keppenda eftir að báðum mótunum lýkur. En okkur fannst vert að henda í loftið strax sér frétt um Íslensku gull verðlaunahafana í einstaklingskeppni á Bulgarian Open, þar sem það er vel vert frétta, í stað þess að gera það eftir viku þegar að Evrópubikarmótinu lýkur.
Nánari upplýsingar um mótið er hægt að finna í þessari frétt á bogfimi.is