Dr. Tryggvi Sigurðsson, stofnandi og forseti íslenska Kyudo félagsins, hefur verið sæmdur heiðursmerkjum Japans; orðu rísandi sólar, gull og silfur geislar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá japanska sendiráðinu hér á landi. Þennan heiður hlítur Tryggvi fyrir að stuðlað að framgangi japanskrar bogfimi (Kyudo) hér á landi auk þess að efla samskipti milli Íslands og Japans. Tryggvi Sigurðsson var forseti Evrópska Kyudo-sambandsins í 16 ár auk þess hefur hann verið forseti íslenska Kyudofélagsins í tæp 40 ár. Tryggvi hefur stuðlað að framgangi Kyudo í fjölda landa og kennt nemendum sínum jafnt Kyudo tækni sem og hugmyndafræði Kyudo. Við óskum Tryggva til hamingju með þennan heiður.