Forgjafarmót í Bogfimisetrinu

Bráðum byrjar forgjafarmót í Bogfimisetrinu.

Mótið verður á Sunnudagskvöldum kl: 20:00 í Bogfimisetrinu.

Kostnaðurinn við að taka þátt í mótinu verður 1.000.kr.

Forgjafarkerfið er reiknað út frá skori úr síðustu 4 móta, meðaltalið er tekið af þeim 4 mótum og forgjöfin er það sem vantar upp á 600 stig (fullkomið skor).
Sem dæmi maður skorar 500, 400, 480, og 420 þá er meðaltalsskorið hans 450 stig þannig að forgjöfin hans á næsta móti er 150 stig.

Ef einstaklingurinn hefur keppt í færri en 4 mótum gildir meðaltalið af þeim fjölda sunnudagsmóta sem hann hefur keppt á áður.

Það er verið að vinna í að finna stuðningsaðila að mótunum upp á vinninga fyrir keppendur.
Þegar það er búið að finna stuðningsaðila verður mótið sett í gang.

Skotið er eftir skotklukku, keppendur dæma hver annan og skotstjóri er hver sem mætir sem tekur það að sér.

Allir keppa saman í sama flokki þar sem forgjöfin jafnar út aldurs og kynjamun.