Ewa Ploszaj úr BF Boganum í Kópavogi vann Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga kvenna í gífurlega spennandi gull úrslita leik gegn Önnu Maríu Alfreðsdóttir úr ÍF Akur á Akureyri. Þegar átti eftir að skjóta síðustu örinni þurfti Ewa að skora 9 eða hærri stig til þess að vinna og smellti örinni beint í miðjuna og tók því titilinn með “style”.
Ewa og Anna börðust einnig um titilinn árið 2020 í brjáluðu roki á Víðistaðatúni, en þar hafði Anna betur og tók titilinn.
Ewa keppti einnig í parakeppni ásamt liðsfélaga sínum Alberti Ólafssyni gegn parinu frá ÍF Akur, Önnu Maríu og Alfreð Birgissyni. En þar hafði Akur betur og tók titilinn í parakeppni á mótinu. En þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í félagsliðakeppni á Íslandsmeistaramótum.
Ewa tók einnig titilinn með trissuboga kvenna liði BF Bogans í liðakeppni á mótinu, sem samanstóð af Astrid Daxböck og Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttir ásamt Ewa.
Tveir titlar og eitt silfur er flottur árangur hjá Ewa á mótinu.
Freyja Dís Benediktsdóttir kom mjög sterk inn og tók bronsið gegn Astrid Daxböck, sem eru báðar úr BF Boganum í Kópavogi. En Freyja er aðeins 16 ára gömul og þetta er í fyrsta sinn sem Freyja keppir í opnum flokki og strax farin að segja til sín á hæsta stigi trissuboga kvenna sem er samkeppnis mesti flokkurinn á mótinu. En hún varð Íslandsmeistara í U18 fyrir skömmu og lenti í 6 sæti á Norðurlandmeistaramóti ungmenna fyrir 2 vikum.
Íslandsmeistaramótið í bogfimi var haldið á hamranesvelli í Hafnarfirði í dag í ágætu veðri þó að það hafi verið í kaldari kantinum og vindurinn hafi sagt til sín nokkrum sinnum yfir daginn. Í dag var keppt í berboga og trissubogaflokki á morgun verður keppt í Ólympískum sveigboga.