AFLÝST – NUM 2020 Svíþjóð Norðurlandameistaramót Ungmenna – AFLÝST

When

03/07/2020 - 05/07/2020    
All Day

Event Type

Tilkynning barst í dag 23.03.2020 frá stjórn Sænska bogfimisambandsins að NUM 2020 hafi verið aflýst vegna óvissu með Covid-19 veiruna og framtíðar ástands.

Verið er að ræða hvort að NUM 2021 fari fram á sama stað í Svíþjóð en ekkert er ákveðið á þessum tímapunkti.

Dear friends
Sweden board and LOC have today decided that we cancel this year edition of NUM. 
But Uppsala are happy to organize it next year instead. If Finland are okay with that, we could either push the schedule forward or jump Finland to get in line again. I know Norway wanted 2022 and that could also be solved in another way of course.
So if You not mind, all, except the unlucky “last year” archers, are welcome to Uppsala and Sweden next year, date and such have to be checked before announced.
We think this is the most fair decision due all can not prepare and its better to close now than even closer.

ATHUGIÐ. VEGNA COVID-19 VILL BFSÍ BIÐJA ALLA SEM ÆTLA SÉR AÐ FARA Á NUM 2020 AÐ BÍÐA MEÐ AÐ BÓKA HÓTEL OG FLUG ÞAR TIL BETUR SÉST HVERNIG FER MEÐ ÁSTAND TENGT COVID-19.

Eins og staðan er núna vitum við ekki hvort að mögulegt verður að halda mótið, hvort að ferðabönn verða til staðar eða ákveðin lönd lokuð. Það er en ætlunin að halda mótið. En Norðurlandasamböndin eru byrjuð að ræða mögulegar lausnir ef ekki reynist mögulegt að halda NUM í Júlí eða hvort að mögulega þurfi að fresta NUM um ár vegna ástandsins.

Allt er óljóst eins og er og ekkert okkar getur spáð fyrir um framtíðina og því er betra að bíða með bókanir þar til skýrari mynd er komin á ástandið.

Ef ástandið batnar er en áætlað að halda NUM á þeim dögum og stað sem var búið að ákveða.

NUM 2020 dagsetningar eru staðfestar 04.07 – 05-07-2020

Mótið verður haldið í Uppsala Svíþjóð.

https://www.sturarna.se/nych2020/

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=5995

Skráningar og greiðsla fara fram í gegnum Bogfimisambandið

Líkleg dagskrá og skipulag (óstaðfest):
Fimmtudagur 3 Júlí: Fljúga út.
Föstudagur 4 Júlí: Æfing og úttekt búnaðar keppenda
Laugardagur 5 Júlí: Undankeppni og útsláttarkeppni
Sunnudagur 6 Júlí: Útsláttar- og medalíu keppnir
Mánudagur 7 Júli: Fljúga heim

Mælt er með því að keppendur að hafi keppt á að lágmarki einu Íslandsmóti (helst utanhúss) áður en þeir taka þátt í NUM, til að hafa einhverja reynslu af utandyramótum. En öllum sem vilja er leyfilegt að fara.

Nýjustu reglur NUM Guide lines NBU English 2019

NUM – Norðurlanda meistaramót ungmenna.

  1. SKRÁNING:
    Skráning fer fram í gegnum bogfimi.is. Skráningu þarf að klára fyrir 30.Apríl. Skráið einnig þjálfara, foreldra og fylgdarfólk í gegnum síðuna.
  2. ÞJÁLFARAR:
    Það verður að vera einn ábyrgðarmaður (þjálfari/foreldri eða fylgdarmanneskja) per 4 ungmenni sem fara. Einstaklingurinn tekur ábyrgð á þeim keppendum í ferðinni og á keppnisvellinum. Einstaklingurinn þarf að vera 21 árs eða eldri. Yngri en 21 árs geta ekki ferðast með boga ein. Við erum að treysta mikið á að foreldrar séu almennt að fara með börnunum sínum eða að vinna saman til að fylgja krökkunum á NUM.
  3. LIÐSSTJÓRI/ÞJÁLFARI FÉLAGS:
    Hvert félag þarf að minnsta kosti að senda einn þjálfara/liðsstjóra fyrir félagið.
  4. FULLTRÚI FRÁ BOGFIMISAMBANDI:
    Það verður einn fulltrúi á staðnum frá Bogfimisambandinu til að vera samskiptaaðili við mótshaldara og aðstoða ef eitthvað kemur upp á, og kemur upplýsingum til liðsstjóra hvers félags. (aðstoð við skráningu, greiðslu og slíkt).
  5. FLUG:
    Allir sjá um að bóka sín eigin flug og koma sér á keppnisstaðinn.

    Þegar búið er að bóka flug þarf að sækja um ferðaleyfi með boga. Félögin sjá um að sækja um slíkt leyfi fyrir sína keppendur. Þegar búið er að bóka flug sendið flug upplýsingar á félagið ykkar.
    (Bogarnir verða að vera skráðir á leyfinu á þjálfarann sem ferðast með börnunum svo að ekki komi upp vandamál í ferðinni vegna aldurs.)
  6. FERÐALEYFI BARNA ANNARA:
    Til að ferðast með börn annara þurfa foreldrar fylla út þetta leyfi og láta þjálfara hafa https://www.syslumenn.is/media/malefni-barna/samthykkt-ferd-barns-til-utlanda–utf.-.pdf
  7. GISTING:
    Við mælum með því að þeir sem geta, bóki eigin gistingu þegar dagsetningar eru staðfestar til að geta bókað sem ódýrasta ferð og jafnvel að gera fjölskyldu frí úr ferðinni í leiðinni.

    Official accommodation (Gistingin) sem er hægt að bóka í gegnum mótshaldara er oftast tómt skóla/íþróttahús, koma þarf með eigin dýnur, svefnpoka eða svipað og um 20 manns per skólastofu.
    Almennt er gert ráð fyrir því að koma keppenda sem notfæra sér “official accommodation” sé á Föstudegi og för keppenda af mótinu sé á Sunnudagskvöldi. Við höfum venjulega verið að fljúga út á Fimmtudegi og heim á Mánudegi. Þeir sem bóka eigin gistingu geta að sjálfsögðu farið hvenær sem er út og heim.
  8. ALDURSFLOKKAR:
    Á NUM eru 3 aldursflokkar,

    Junior (18-19 og 20 ára)
    Cadet (17 og 18 ára)
    Nordic Cadet (13-14 og 15 ára)
    12 ára og yngri er meinuð þáttaka á mótinu samkvæmt reglum Norðurlandasambandins (við ráðum því ekki). Aldurinn miðast við fæðingarár ekki fæðingardag.
  9. LIÐAKEPPNI:
    Allir taka þátt í unisex liðakeppni, ef land er ekki með nægilegt magn keppenda í ákveðnum flokki til að búa til lið er sópað saman afgangs einstaklingum í “Nordic Team”. Þannig að munið að læra hvernig liðaútsláttur fer fram og hafa æft ykkur áður en þið farið.
  10. KEPPNISFÖT:
    Keppendur verða að vera í búningum íþróttafélagsins eða landsliðs búningi. (“All archers shall wear either club shirt or team shirt”). Hægt er að finna upplýsingar um landsliðsbúninginn á bogfimi.is og upplýsingar um félagsbúninga hjá félaginu (flestir hafa valið að vera í landliðsbúningi hingað til)
  11. KOSTNAÐUR:
    Eftir mótið sendið vinsamlegast sendið reikninga fyrir kostnaði á gistingu, bílaleigubílum, flugi og slíku til bogfimi@bogfimi.is . Til þess að geta haldið utan um heildarkostnaði NUM og geta sótt um styrki fyrir því í framtíðinni þurfum við að vita hver heildarkostnaðurinn er.

Upplýsingar frá mótshöldurum verða hér fyrir neðan í skjölunum þegar skjölin eru gefin út.

ENGIN SKJÖL HAFA BORIST.

Facebook síða Norðurlandasambandsins

Youtube síða Norðurlandasambandsins

Ef ykkur vantar einhverjar viðbótar upplýsingar eða hafið einhverjar spurningar hafið samband við íþróttafélagið ykkar eða Bogfimisambandið bogfimi@bogfimi.is


Skor og þátttaka á fyrri NUM mótum.

NUM 2019 Danmörk

NUM 2018 Noregi

NUM 2017 Finlandi
Heildarúrslit 2017

NUM 2016 Danmörku
Heildarúrslit 2016

NUM 2015 Svíþjóð
Heildarúrslit 2015

NUM 2014 Noregi
Heildarúrslit 2014

Við mælum með því að skoða skor og þátttökufjölda af fyrri mótum áður en ákveðið er að taka þátt á móti. Einnig er gott að láta keppendurnar taka skor og bera sig saman við fyrri skor af mótum svo að ungmennin viti hvað þau eru að fara út í. (munið að skoða vegalengdirnar sem er verið að keppa á og læra liðakeppni)

NUM er ekki hugsað sem mót með “fullri alvöru”. Mótið er hugsað sem reynslu mót og hittingur fyrir krakka á norðurlöndum.

———————————————————–

 

Be the first to comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.