Heims Framhaldsskólaleikarnir Normandy Frakkland 2022 ISF Gymnasiade World High School Games

When

14/05/2022 - 22/05/2022    
All Day

Event Type

Hvað er Gymnasiade?

Gymnasiade á vegum ISF (International Schools Federation) er fjölíþróttamót sem haldið er á tveggja ára fresti á sléttum árum. Engin íþróttasamtök eru fyrir framhaldsskóla íþróttir á Íslandi og því er Ísland ekki meðlimur að ISF. En Bogfimisamband Íslands (BFSÍ) hefur fengið heimild til þess að taka þátt í bogfimi á Gymnasiade beint, þó að Ísland sé ekki aðili að International Schools Federation.

Ein af ástæðum þess að bogfimiheimssambandið WorldArchery hefur sett áherslu á Gymnasiade leikana er til að koma á móts við aldursflokka ósamræmi á Ólympíuleikum ungmenna. Ólympíuleikar ungmenna eru haldnir á fjögurra ára fresti og aðeins þrír árgangar geta tekið þátt. Því geta þeir sem fæðast 2004, 2008, 2012, 2016 o.s.frv. aldrei tekið þátt í bogfimi á Ólympíuleikum ungmenna, en þeir geta þess í stað tekið þátt tvisvar á Gymnasiade leikunum þar sem þeir eru haldnir á 2 ára fresti.

Hvenær eru næstu leikar?

Næstu leikar eru 2022 í Normandy Frakklandi 14-22 maí. En tveir leikar verða haldnir á árinu 2022, vegna Covid var Jinjiang leikunum í Kína sem halda átti 2020 var frestað til 2021 og svo aftur til lok árs 2022. En of dýrt er að ferðast til Kína og því líklegt að BFSÍ taki aðeins þátt á leikunum í Normandy í Frakklandi 2022.

Hverjir mega taka þátt?

Í bogfimi miðast aldurinn við þá sem eiga 18, 17 eða 16 ára afmæli á árinu sem leikarnir eru haldnir. 2022 þeir sem fæddir eru 2004, 2005 og 2006. Árið 2024 verða það þeir sem fæddir eru 2006, 2007 og 2008 (Ekatarinburg í Rússlandi). Þátttakendur þurfa að vera skráðir í framhaldsskóla á árinu til þess að mega taka þátt á leikunum.

Þátttöku aldurinn miðast við fæðingar ár og er mismunandi milli 20 íþrótta sem keppt verður í á leikunum í Normandy 2022. Íþróttirnar eru Bogfimi, frjálsar, badminton, strandblak, box, dans, skylmingar, fimleikar, júdó, ruðningur, sund, borðtennis, Taekwondo, glíma, sund fatlaðra, júdó fatlaðra og frjálsar fatlaðra.

https://www.isfsports.org/19th-isf-gymnasiade-normandy-2022-bulletin-0-released

Hvernig virkar keppni í bogfimi á Gymnasiade?

Nokkrir punktar um keppnisfyrirkomulag í bogfimi á Gymnasiade:

 • Keppt í sveigboga karla og kvenna
  • 3 kk og 3 kvk max per þjóð
  • Einstaklinga, liðakeppni og blandað lið
  • Keppt á 60 metrum á 122cm skífu
 • Keppt í trissuboga karla og kvenna (trissuboga er bætt við í fyrsta sinn í Normandy 2022)
  • 3 kk og 3 kvk max per þjóð
  • Einstaklinga, liðakeppni og blandað lið
  • Keppt á 50 metrum á 122cm skífu
 • Þjálfarar/fylgdarfólk
  • Hámark 1 þjálfari per 3 keppendur

Má ég taka þátt og hvar skrái ég mig?

Íþróttastjóri BFSÍ velur þátttakendur á mótið þar sem það er takmarkaður þátttökukvóti er á mótinu. Engar lágmarks getustigskröfur eru til þess að taka þátt í leikunum. En ef fleiri vilja fara en Ísland hefur þátttökukvóta fyrir verður valið úr einstaklingum byggt á getustigi. Ekki er búið að gefa út skráningarfrestinn á mótið en líklegt er að nauðsynlegt sé að skrá sig fyrir 31 desember til 31 janúar. Ef þú ert í framhaldsskóla árgerð 2004, 2005 eða 2006 og ert að stunda bogfimi í sveigboga eða trissuboga og hefur áhuga á því að taka þátt á Gymnasiade ekki hika við að hafa samband við Bogfimisamband Íslands bogfimi@bogfimi.is 😊

Hvað kostar að taka þátt?

Það er mismunandi á milli leika og staðsetninga þeirra en kostnaður við þátttöku er almennt lítill miðað við flest önnur mót. Áætlað er að Normandy 2022 Gymnasiade 14-22 maí sé ein vika og þátttökugjaldið með gistingu og mat fyrir vikuna er um 70.000.kr, flug til Parísar með tösku með Icelandair er um 50.000.kr, áætlað samtals 120.000.kr. Kostnaðurinn er því aðeins 30-50% af því sem þátttaka á öðrum ungmennamótum í bogfimi kosta. Ekki er mögulegt að taka foreldra með á mótið en þeim er að sjálfsögðu frjálst að ferðast með og bóka eigin gistingu og fylgjast með mótinu.

Úrslit úr fyrri mótum:

Úrslit úr Gymnasiade 2016 í Trabzon Tyrklandi https://isfsports.org/sites/default/files/gymnasiade_2016_trabzon_results_book.pdf (á þessum tíma var bara keppt í sveigboga og ekkert samstarf var við heimssambandið WorldArchery og því mjög lítil þátttaka)

Úrslit úr bogfimi á Gymnasiade 2018 í Marrakech Morocco https://www.ianseo.net/Details.php?toId=4015 (á þessum tíma var bara keppt í sveigboga en komið samstarf við heimssambandið WorldArchery)

https://worldarchery.sport/news/158273/chinese-taipeis-tang-su-win-gymnasiade-titles

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.