European Master Games 2023 Tampere Finland (Evrópuleikar Öldunga)

When

26/06/2023 - 06/07/2023    
All Day

Event Type

Keppt verður markbogfimi utandyra (outdoor 50/70) og víðavangsbogfimi (field archery).

Evrópuleikar Öldunga (European Master Games – EMG) er fjölíþrótta mót sem haldið er á 4 ára fresti. Mótið er sem opið er öllum einstaklingum í aðildarfélögum BFSÍ.

Venjan er að keppt sé í eftirfarandi aldursflokkum

  • 30+ (30 ára á árinu og eldri)
  • 40+ (40 ára á árinu og eldri)
  • 50+ (50 ára á árinu og eldri)
  • 60+ (60 ára á árinu og eldri)
  • 70+ (70 ára á árinu og eldri)

Venjan er að boðið sé upp á markbogfimi utandyra og víðavangsbogfimi, en það getur einnig verið innandyra bogfimi. Landið sem heldur mótið ræður þeim keppnisgreinum og íþróttagreinum sem keppt er í á mótinu til viðbótar við þær hefðbundnu og er miðað við þær aðstæður sem eru í boði fyrir íþróttagreinina. Á EMG 2019 á Ítalíu var keppt utandyra í sveigboga og trissuboga (70/50) og víðavangsbogfimi í sveigboga, trissuboga, berboga og langboga.

Ekki er komið nákvæmt fyrirkomulag á hvernig keppni mun fara fram í Finnlandi og hvaða íþróttagreina og keppnisgreinar verða í boði, en þær upplýsingar koma þegar að nær dregur mótinu (sem stendur er áætlað að það verði markbogfimi utandyra og víðavangsbogfimi). Dagsetningar sem keppt verður í bogfimi koma einnig síðar.

Hægt er að fylgjast með nánari upplýsingum á vefsíðu International Master Games Association (IMGA)

https://imga.ch/2022/02/28/29-sports-included-at-the-next-2023-tampere-european-masters-games/

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.