European Master Games eða Evrópu öldungaleikarnir verða haldnir í Torínó á Ítalíu þessa viku. Evrópuleikar fyrir eldra fólk væri einnig góð lýsing.
Mótið er haldið með sama fyrirkomulagi og Ólympíuleikar og Evrópuleikar. Mótið er fjölíþróttamót sem haldið er á 4 ára fresti.
Mótið sker sig úr á þann veg að keppt er í mörgum mismunandi aldursflokkum á mótinu. 30-40 ára, 40-50, 50-60, 60-70 og 70 ára plús.
Í reglum heimssambandsins er aðeins einn öldungaflokkur og það er 50+ flokkur og því skemmtileg tilbreyting.
Keppt verður bæði í field (vallarbogfimi) og target (markbogfimi) á mótinu.
7 keppendur frá Íslandi eru á leiðinni á mótið.
Gummi Guðjónsson, Ólafur Gíslason og Astrid Daxböck keppa í bæði field og target.
Birna Magnúsdóttir keppir í field.
Sigríður Sigurðardóttir, Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir keppa í target.
Hægt verður að fylgjast með úrslitum af mótinu á ianseo.net.