25 Apríl hefst European Grand Prix í Legnica Póllandi.
Samtals eru 11 Íslendingar skráðir í alla flokka. Skemmtilegt er frá að segja að Ísland er fjórða stærsta þjóðin í þáttöku á mótinu, aðeins Ítalía (14), Úkraína (12) og heimalandið Pólland (12) eru með fleiri þáttakenndur en Ísland á þessu móti.
Það er gífurlega mikið magn af nýju fólki að keppa í fyrsta skipti frá Íslandi á þessu World Ranking Móti (heimslitamót). Aðeins 3 af þeim sem eru að fara hafa keppt áður á slíku stórmóti, Guðjón Einarsson, Guðmundur Örn Guðjónsson og Astrid Daxböck.
Þeir nýju eru í sveigboga karla, Einar Hjörleifsson, Ólafur Gíslason og Ingólfur Rafn Jónsson. Í trissuboga karla er Rúnar Þór Gunnarsson og trissuboga kvenna Gabríela Íris Ferreira (16 ára) og Ewa Polsaj. Það verður gaman að sjá hvernig þessir nýju einstaklingar plumma sig í pressuni sem er á svona stórmótum.
Þess má geta að Ólafur, Ingólfur og Gabríela tóku einnig þátt á Indoor World Cup í Marrakesh nóvember síðasta árs og þau hafa því fengið smá reynslu af stórum mótum.
European Grand Prix (í stuttu máli EGP) eru næst erfiðustu bogfimimót á vegum Evrópu bogfimisambandsins á eftir Evrópumeistaramótinu.
Tvö European Grand Prix eru haldin á hverju ári en það er aðeins haldið eitt Evrópumeistaramót á tveggja ára fresti. Evrópumeistaramótið verður næst haldið 2018 og má því segja að EGP Legnica sé stærsta bogfimimót innan Evrópu þetta árið.
Við hjá archery.is gerum ráð fyrir því að Ísland muni hækka tölvuvert á heimslista í öllum flokkum á þessu móti, hve mikið fer eftir hvað fólkið okkar stendur sig vel. Við setjum ekki háar vonir á medalíu að þessu sinni enda eru töluvert sterk lið og einstaklingar að keppa á svæðinu og við frá litla Íslandi erum frekar nýleg í bogfimi. En það er ekki útilokað, trissuboga kvenna liði okkar er að verða frekar sterkt og þær eiga séns á að berjast um medalíu á mótinu ÁFRAM ÍSLAND. Sjá stöðu Íslands áður en mótið hófst neðast á síðuni.
Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér fyrir neðan.
http://archery-legnica.pl/?page_id=14&lang=en
Skor og niðurstöður verða birtar á þessum síðum hér fyrir neðan jafnóðum og þau verða ljós.
Liveskor https://info.ianseo.net/?tourid=348
Liveskor https://worldarchery.org/competition/17072/european-grand-prix-2017-leg-1#/
Niðurstöður http://ianseo.net/Details.php?toId=2022
Staða Íslands á heimslista í Liðakeppni fyrir EGP Legnica 2017
(3 menn eða 3 konur eru lið)
73 | 75 | Iceland | 0.000 |
60 | 59 | Iceland |
0.000 | |
32 | 31 | Iceland |
19.200 |
Staða Íslands á heimslista í BLANDAÐRI Liðakeppni fyrir EGP Legnica 2017
(fyrsta talan er núverandi sæti, seinni talan er sætið sem liðið var fyrir síðustu breytingu á listanum)
(einn maður og ein kona gera blandað lið)
55 | 51 | Iceland |
11.550 | |
69 | 72 | Iceland |
0.000 |
265 | 267 | Sigurjon Sigurdsson |
12.700 | |
334 | 380 | Gudmundur Orn Gudjonsson |
8.500 | |
599 | 601 | Carlos Gimenez |
2.000 | |
724 | 743 | Carsten Tarnow |
0.000 | |
333 | 327 | Astrid Daxbock |
5.700 | |
557 | 557 | Olof Gyda Risten Svansdottir |
0.000 | |
557 | 557 | Sigridur Sigurdardottir |
0.000 | |
226 | 232 | Gudjon Einarsson |
11.000 | |
248 | 276 | Gudmundur Orn Gudjonsson |
9.600 | |
483 | 490 | Daniel Sigurdsson |
3.500 | |
483 | 490 | Kristmann Einarsson |
3.500 | |
94 | 92 | Astrid Daxbock |
27.500 | |
185 | 180 | Margret Einarsdottir |
10.300 | |
185 | 180 | Helga Kolbrun Magnusdottir |
10.300 |