European Grand Prix 2 Bucharest Romania

Þá er komið að seinna European Grand Prix mótinu á þessu ári.

Það er haldið í Bucharest í Rúmeníu þetta árið. Ísland er aðeins með eitt lið að þessu sinni í Sveigboga Karla en það eru 5 keppendur að keppa fyrir Ísland að þessu sinni og þeir eru:

Ragnar Þór Hafsteinsson: Þetta er fysta alþjóðlega mótið hann Ragga og hann er búinn að æfa sig mikið fyrir það. Eitt af langtíma markmiðum hans Ragga er að ganga nóg of vel á Íslandsmótinu Utanhúss 2017 til að komast á Evrópumeistaramótið og reyna við að ná sæti fyrir Ísland á Evrópuleikana (European Games) á því móti. Raggi var í fimmta sæti undankeppni Íslandsmótsins í fyrra og þarf að vera í top 3 á þessu ári til að tryggja sér öruggt sæti á Evrópumeistaramótið. Við gerum ráð fyrir því að sjá mikið frá honum í framtíðinni þar sem hann hefur há markmið og er búinn að vera að æfa sig stíft og fara mikið fram. Skammtíma markmiðið hans Ragga er líklega að sigra keppinaut sinn Óla sem keppti á fyrra European Grand Prix mótinu með 582 skor. Raggi og Óli keppa oft saman bæði innan og utan keppni (test Tuesdays) og það hefur verið hörð keppni. Það verður spennandi að sjá hver sigrar í óformlegu sveigboga rival keppninni þeirra 🙂

Tryggvi Einarsson: Tryggvi er einnig að keppa í fyrsta sinn utandyra en hefur keppt áður innandyra með Íslenska hópnum sem fór á heimsbikarmótið innanhúss 2016 í Marrakesh. Tryggvi hefur verið mikið veikur í langann tíma og hefur ekki sett sér há markmið fyrir þetta mót. Markmiðin eru að ná að klára allar örvarnar sem þarf að skjóta og sigra skorið sitt frá Íslandsmeistaramótinu 2016 þar sem hann keppti í byrjendaflokki í fyrsta sinn utandyra. Tryggvi er einnig fararstjóri (team manager) fyrir þetta mót og er í þjálfun fyrir slíku starfi. Tryggvi er skráður í bæði Trissuboga og Sveigbogaflokk, en það kemur í ljóst hvort að hann hefur úthaldið í að keppa í báðum flokkum, ef hann nær því verður hann einn af aðeins 4 einstaklingum sem keppa alþjóðlega í báðum bogaflokkum á sömu mótunum (hinir eru Astrid, Gummi og stelpa frá Lettlandi). Við vonum að Tryggvi týnist ekki í Rúmeníu á einhverjum markaði að versla dót (allavega ekki fyrr en keppnin er búin 😉

Ewa Ploszaj: Er Pólsk að uppruna og flutti til Íslands fyrir rúmu ári síðan. Hún er mjög spennt fyrir því að keppa á alþjóðlegum mótum en fékk ekki tækifæri til þess í Póllandi (pólitík). Hún var himinlifandi þegar hún frétti að hún mætti keppa fyrir Íslands hönd þegar hún væri búin að búa á Íslandi í ár og mun verða reglulegur keppandi á alþjóðlegum mótum fyrir Íslandi. Hún keppti fyrst fyrir Ísland á fyrra European Grand Prix mótinu á þessu ári sem heppilega var haldið í Póllandi. Hún notaði tækifærið og heimsótti fjölskylduna sína í leiðinni, þar sem systir hennar (held ég að ég fari rétt með) var að eignast barn fyrir stuttu og hún fékk að sjá það í fyrsta sinn. Það frábæra við að Ewa bættist í hópinn er gífurlegi áhuginn hennar á að keppa erlendis og með Astrid Daxböck og Helgu Kolbrún Magnúsdóttir gerum við ráð fyrir því að fá góðann árangur og líklega nokkrar medalíur í trissuboga liðakeppni kvenna. Það verður spennandi að fylgjast með framtíð og gengi Íslandi í Trissboga kvenna flokki.

Astrid Daxbock: Það ættu flestir að þekkja Astrid þar sem hún vinnur í Bogfimisetrinu og er hæst allra Íslendinga á heimslistanum. Astrid hefur gengið nokkuð vel í trissuboga og er í 98 sæti á heimslistanum eins og er. Astrid keppir í báðum flokkum en er nýlega búin að kaupa sér nýjann sveigboga sem hún hefur verið í erfiðleikum með að stilla inn fyrir utandyra keppnir. Á þessu ári á Asia Cup í Tællandi dró hún sig úr keppni í Sveigbogaflokki vegna þess að hún fann enga stillingu þar sem hún gæti skotið á 70 metrum og hitt targetið áreiðanlega. Á European Grand Prix í Póllandi var hún með bogaarma frá Gumma að láni sem rétt svo komu henni inn á skotmarkið en hún hefur engann tímam haft til að æfa sig með því setuppi og skoraði því  ekki hátt í sveigboga, hún stóð sig flott í trissuboga og var í 14 sæti í undankeppninni með skorið 638, hún var svo óheppni í útsláttarkeppninni og endaði í 33.sæti :(. 4 dögum áður en hún fór til Bucharest fékk hún nýja krafmeiri bogaarma sem ættu að hjálpa henni, en hún hefur engann tíma haft til að stilla sig inn. Það verður samt spennandi að fylgjast með hvað gerist af því að það veit enginn hvernig það fer, gæti orðið nýtt Íslandsmet í sveigboga kvenna utandyra??? 😉

Gudmundur Orn Gudjonsson: Það vita allir hver hann er. Gummi er fastagestur á alþjóðlegum mótum. Stórskrítinn. Gaurinn sem talar crazy mikið, bræðir úr sér ef það er of heitt, breytist í humar ef það er of mikil sól, þrjóskari en allt sem til er og skýtur vitlaust (skrítið) af sveigboga 😉 Hann er einnig að keppa í báðum bogaflokkum og er reyndasti Íslenski keppandinn á alþjóðlegum mótum.

 

Reynsla mikilvæg upp á framtíðar gengi í íþróttinni.

Það er mjög mikilvægt að safna sér reynslu á stórum mótum þar sem andrúmsloftið er allt öðruvísi á World Ranking mótum (og stórum alþjóðlegum mótum) en er almennt á minni mótum í sínu eigin landi. Það er mjög mikið sem maður lærir af því að fara að keppa erlendis og því getur maður bætt sig þeim mun meira eftir þá reynslu á framtíðarmótum og maður lærir mikið á því sem hægt er að setja inn í æfingar rútínuna sína.

Hluturinn sem fer oftast með fólk eru taugarnar. Andlega hliðin og hugarfarið skipta gífurlega miklu máli í bogfimi og það er hlutur sem maður getur ekki lært almennilega á æfingum eða á littlum mótum þar sem þú þekkir alla keppendurna. Maður verður að setja sig í aðstæðurnar sem maður ætlar sér að keppa í í framtíðinni. Það er mjög þekkt fyrirbæri hjá öllum þjóðum að keppendur sem hafa sýnt gífurlega góð skor á æfingum og mótum í heimalandi hafi skorað mjög lág skor í sínum fyrstu alþjóðlegu mótum. Það eru ýmsar ástæður eins og stress, væntingum, óöryggi, óvenjulegar veðuraðstæður og ýmslegt annað. Allir upplifa það á mismunandi veg, þannig að besta æfingin er alltaf keppni 🙂

Gott gengi

Við gerum ráð fyrir góðu gengi á mótinu og að Ísland muni komst inn í lokakeppni (útsláttarkeppninna) í öllum liðum og hækka Ísland á heimslistanum. Liðakeppnirnar sem Ísland tekur þátt í eru  sveigboga karla, sveigboga mixed team og trissuboga mixed team. Þetta mót verður í annað skipti sem Ísland kemst inn í útsláttarkeppni í sveigboga karla og sveigboga mixed team (fyrsta skiptið var í EGP Póllandi á þessu ári). Í einstaklings keppninni erum við ekki með neinar væntingar, skemmtið ykkur vel, lærið sem mest og gerið eins vel og þið getið miðað við aðstæður (það er aldrei hægt að gera betur en sitt besta 🙂 Við munum svo skrifa aðra grein þegar úrslistin eru ljós og búið að uppfæra heimslistann.

 

Hægt verður að fylgjast með skorinu og finna upplýsingar og myndir af mótinu á þessum linkum hér fyrir neðan.

https://worldarchery.org/competition/17118/european-grand-prix-2017-leg-2#/

http://www.archeryeurope.org/index.php/events/2017-wae-events/egp2-bucharest-2017

http://ianseo.net/Details.php?toId=2037

Ásamt Facebook síðum keppendana 🙂

 

Staða Íslands á heimslista fyrir European Grand Prix í Bucharest.

Fyrri talan er núverandi sæti á heimslista, seinni talan sæti áður (frá síðustu breytingu á listanum).

https://worldarchery.org/world-ranking

Compound Mixed Team
46 60 Iceland ISL flag 15.375
Recurve Mixed Team
60 69 Iceland ISL flag 12.800
RecurveMen
61 72 Iceland ISL flag 11.550
CompoundMen
59 59 Iceland ISL flag 10.500
CompoundWomen
30 32 Iceland ISL flag 32.850
RecurveMen
251 246 Sigurjon Sigurdsson ISL flag 12.700
290 336 Gudmundur Orn Gudjonsson ISL flag 9.700
556 0 Olafur Gislason ISL flag 2.700
556 0 Ingolfur Rafn Jonsson ISL flag 2.700
556 0 Einar Hjorleifsson ISL flag 2.700
622 572 Carlos Gimenez ISL flag 2.000
716 670 Carsten Tarnow ISL flag 0.000
RecurveWomen
252 308 Astrid Daxbock ISL flag 9.300
539 507 Sigridur Sigurdardottir ISL flag 0.000
539 507 Olof Gyda Risten Svansdottir ISL flag 0.000
CompoundMen
117 196 Gudjon Einarsson ISL flag 20.450
256 253 Gudmundur Orn Gudjonsson ISL flag 8.250
454 421 Kristmann Einarsson ISL flag 3.500
454 421 Daniel Sigurdsson ISL flag 3.500
495 0 Runar Thor Gunnarsson ISL flag 2.700
495 0 Maciej Stepien ISL flag 2.700
CompoundWomen
98 100 Astrid Daxbock ISL flag 25.000
183 173 Helga Kolbrun Magnusdottir ISL flag 10.300
183 173 Margret Einarsdottir ISL flag 10.300
267 0 Ewa Ploszaj ISL flag 4.800
267 0 Gabriela Iris Ferreira ISL flag 4.800

 

Á hverju ári eru almennt haldin 2 European Grand Prix mót (leg 1 og leg 2). Fyrsta mótinu er lokið og hægt að finna upplýsingar um það hér. (P.S Ísland stóð sig flott nokkur Íslandsmet féllu og Ísland komst í fyrsta sinn í margar af liðakeppnunum)

Heimslistastaða Íslands eftir EGP Legnica

Heimslistastaða Íslands eftir EGP Legnica