Á Icecup um helgina sló Eowyn Marie Mamalias Íslandsmetið í trissuboga kvenna U21 með skorið 563, hún átti gamla metið sem var 560 stig og hafði staðið síðan í mars 2019.
Eowyn var ekki með góða fyrstu umferð en hún skoraði 276 þar og útlitið ekki gott fyrir met. En í seinni umferðinni skoraði 287 stig af 300 mögulegum sem er mjög gott og líklega persónulegt met í 30 örvum. Skotið er 30 örvum í hvorri umferð og hæsta stig per ör er 10, þess má geta að 10 stiga hringurinn er sambærilega stór og 1.kr peningur á 18 metra færi.
Hægt er að finna heildar úrslit úr trissuboga flokki hér.