Eowyn Marie Mamalias meðal topp 10 í vali um íþróttakonu Hafnarfjarðar

Eowyn Marie Mamalias í BF Hróa Hetti er meðal topp 10 í tilnefningum til íþróttakonu Hafnarfjarðar 2023

Íþrótta- og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar 2023 fer fram í íþróttahúsinu Strandgötu miðvikudaginn 27. desember kl. 18 þar sem valið verður íþróttalið, íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar á árinu 2023. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd munu standa fyrir afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna.

Mögulegt er að finna nánari upplýsingar hér:

Íþróttafólk Hafnarfjarðar 2023 – þessi eru tilnefnd í ár