Eowyn Marie Mamalias í 5 sæti á Evrópubikarmótinu

5 sæti var besta niðurstaða Eowyn Marie Mamalias á Evrópubikarmótinu í Bretlandi í síðustu viku.

  • 5 sæti í liðakeppni (3kvk)
  • 17 sæti í einstaklings undankeppni Evrópuleikana
  • 33 sæti í einstaklingskeppni
Eowyn Marie Mamalias í undankeppni mótsins

Eftir undankeppni mótsins keppti Eowyn ásamt trissuboga kvenna liðinu (3 kvk) gegn Þýskalandi í 8 liða úrslitum. Stelpurnar okkar leiddu leikinn með 4 stiga forskot 107-103 eftir að tveim af fjórum umferðum var lokið. En þær Þýsku sóttu á í þriðju umferðinni og jöfnuðu leikinn og áttu svo betri síðustu umferð. Þær Þýsku sigruðu leikinn því 211-207. Eowyn endaði því í 5 sæti ásamt liðsfélögum sínum Freyju Dís Benediktsdóttir og Önnu Maríu Alfreðsdóttir.

8 liða úrslitin gegn Þýskalandi voru haldin á köldum, blautum og vindasömum degi. Íslensku stelpurnar frá hægri: Anna María Alfreðsdóttir, Freyja Dís Benediktsdóttir og Eowyn Mamalias

Eowyn keppti tvisvar í einstaklingskeppni á mótinu einu sinni á Evrópubikarmótinu og einu sinni sem hluta í European Games Qualification Tournament, sem er sér mót en haldið til hliðar við Evrópubikarmótið. Þar var keppt um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana 2023 sem átti eftir að úthluta.

Anna María Alfreðsdóttir að skjóta á skotlínu, Eowyn Marie Mamalias næst í röðinni og Freyja Dís Benediktsdóttir aftast í liðinu á móti Þýskalandi í 8 liða úrslitum

Á Evrópubikarmótinu keppti Eowyn gegn Patience Wood frá Bretlandi. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu 3 umferðirnar, en svo átti Eowyn mjög laka fjórðu umferð þar sem hún skaut m.a. einni ör á vitlaust skotmark.  Heimakonan tók því leikinn 140-127 og Eowyn var því sleginn út og endaði í 33 sæti Evrópubikarmótsins.

Trissuboga kvenna liðið að skrá skor í undankeppni mótsins.

Á undankeppnismóti um þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 keppti Eowyn gegn Olha Khomutovska frá Úkraínu. Þar leiddi Eowyn með 4 stigum fyrir síðustu umferðina, en í síðustu umferðinni fór pressan líklega með Eowyn með nýja gikknum og hún skaut fram hjá skotmarkinu og gaf sigurinn til Úkraínsku 135-126. Eowyn var því sleginn út og endaði í 17 sæti í undankeppni Evrópuleikana og náði því ekki að vinna þátttökurétt fyrir Ísland að þessu sinni.

Eowyn Marie Mamalias í undankeppni EGP. Flott mynd þar sem örin er akkúrat að leggja af stað

Evrópubikarmótið var haldið í Lilleshall Sports Centre í Bretlandi 2-8 apríl. Svæðið er eitt af þremur National Training Centers í Bretlandi og er heimasvæði Breska bogfimisambandsins og landsliða þeirra. Veðrið var mjög breytilegt á milli daga eins og sést á mörgum myndunum. Sumir dagarnir voru fínir Íslenskir sumar dagar, aðrir voru við frostmark, kaldir, rigning, vindur og allt þar á milli (svona klassískt Íslenskt sumar, breytist eftir 5 mínútur)

Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér:

Gott gengi okkar keppenda á Evrópubikarmótinu í Bretlandi og einn þátttökuréttur á European Games kominn í hús

 

Yfir 400 keppendur frá 40 þjóðum eru að keppa á Evrópubikarmótinu i Lilleshall Bretlandi

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.