Eowyn Mamalias sýndi flotta frammistöðu á Veronicas Cup World Ranking Event í Kamnik í Slóveníu í frekar köldu rigningar veðri. Eowyn vann gull verðlaun með trissuboga kvenna landsliðinu í liðakeppni og endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni á mótinu.
Eowyn sat hjá í fyrsta útslætti og hélt beint áfram í 16 manna úrslit, þar hefði Eowyn unnið útslátinn ef hún hefði ekki skotið á vitlaust skotmark óvart, skorið endaði 133-128 og Eowyn endaði því í 9 sæti á mótinu. Vert er að geta að sama óhapp gerðist fyrir Eowyn á Evrópuleikunum 2019. Eowyn skoraði 661 stig í undankeppni mótsins sem er 20 stigum hærra en núverandi Íslandsmet í U21 og frábært skor. En Eowyn fær það því miður ekki sem Íslandsmet þar sem Anna liðsfélagi hennar skoraði hærra á mótinu (og hún er líka U21). Það dregur samt ekki frá því að skorið er frábært.
Trissuboga kvenna liðið á mótinu (Freyja, Anna og Eowyn) slóu einnig landliðsmetin í undankeppni liða í Opnum flokki og U21 flokki með skorið 1979 en eldra metið var 1901 frá Smáþjóðaleikunum 2017.
Við munum sjá meira af Eowyn á þessu ári en hún mun keppa á Norðurlandameistaramóti ungmenna í Júlí í Finnlandi og Evrópumeistaramóti ungmenna í Ágúst í Bretlandi.