Double trouble Nói Barkars með 2 titla og 2 Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna

Nói Barkarsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi gerði það gott á Íslandsmóti ungmenna. Hann tók Íslandsmeistaratitlana í U21 og U18 trissuboga á mótunum. Nói sló einnig Íslandsmet í útsláttarkeppni U18, jafnaði U21 útsláttarmetið og sló Íslandsmetið í undankeppni U21.

Metið sem Nói setti í U21 undankeppni var sérstaklega hátt 573 stig sem setur Nóa sem einn af 2 líklegustu til þess að vinna Íslandsmeistaratitlinn í opnum flokki í mars.

Dagur Örn Fannarsson í sama félagi var andstæðingur Nóa í úrslitum U21 en óvíst var hvort að Dagur myndi keppa sökum meiðsla. Nói jafnaði Íslandsmetið í U21 trissuboga karla útsláttarkeppni í úrslitunum og vann 143-135 á móti Degi.

Íslandsmótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík 16 febrúar af ný stofnuðu Bogfimisambandi Íslands.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net og sjá beina útsendingu af úrslitum mótsins á archery tv Iceland rásinni á youtube.