Stundum munar bara millimeter á hvort að keppandi fær verðlaun eða ekki. Það gerðist á Íslandsmóti ungmenna þar sem Daníel Baldursson í SKAUST og Sigfús Björgvin Hilmarsson í BF Boganum voru jafnir í brons keppninni í trissuboga U16 karla og þurfti því að ákveða sigurvegar með bráðabana.
Í bráðabana er skotið 1 ör og sá keppandi sem er nær miðju vinnur. Þeir hittu báðir í tíu og varla sjáanlegur munur á milli hvar örvarnar lentu. En við mælingu frá miðju var Daníel 1 mm nær miðju og fór því heim með brons.
Hægt er að finna úrslit af mótinu á ianseo.net og sjá livestream af gull keppnum og öðru á archery tv iceland rásinni á youtube.
Á sunnudaginn verður Íslandsmót U21 og 50+ haldið og hægt að fylgjast með því á ianseo.net og archery tv iceland rásinni á youtube.