Daníel Már Ægisson sló Íslandsmetið í U16 trissuboga karla í dag með skorið 572 af 600 mögulegum á Bogfimisetrið Youth Series sem haldið var í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 Reykavík.
Daníel átti metið áður en það var 566 stig frá því á Bogfimisetrið Youth Series í Október. Daníel er búinn að slá Íslandsmetið í U16 trissuboga karla 3 mánuði í röð. 564-566 og 572 núna. Það var annar sem átti metið áður.
Þetta er síðasta árið sem Daníel er að keppa í U16 flokki og það eru 2 ungmenna mót eftir á árinu. Bogfimisetrið Youth Series um miðjan Desember og Áramótamót Ungmenna í lok Desember.
Hve hátt getur hann ýtt metinu áður en hann fellur í næsta aldursflokk? Það verður spennandi fylgjast með því.
Mótið sem hann var að keppa á var innandyra en við gleymdum að taka nærmyndir af keppendum á mótinu þannig að myndin er af utandyra móti sem var í sumar og hin af Hrekkjavökumótinu í Október.
Hægt er að finna heildarúrslit hér http://www.ianseo.net/TourData/2019/6418/IC.php