Dagur 2 á heimsmeistaramótinu í Mexíkó var áhugaverður.
4 keppandinn í liðinu Einar lenti og fór á æfingarsvæðið þar sem hann tók eftir því að hann var ekki með neina strengi fyrir bogann. Gæti verið að þegar Isavia á keflavíkurflugvelli var að gramsa í töskuni hans að þeir hafi dottið úr töskuni.
Einar er með 72″ boga enda líklega hæsti maðurinn í keppninni, þannig að það er erfitt að finna annan keppanda með sömu bogalengd. En það var einn maður frá Mexíkó sem gat reddað honum og bjó til 72 streng fyrir hann. Einar er í því núna að setja strenginn upp.
Gummi kláraði síðasta daginn á Heimsþinginu en eitthvað fór úrskeiðis með transportið frá þinginu á hótelið eftir þingið þar sem hann spurði ítrekað hvenær bíllinn kæmi frá 18:00 til 20:15 og enginn bíll kom.
Á endanum varð Tom formaður Heimsambandsins svo pirraður að hann pantaði Uber bíl á hótelið fyrir Gumma. Tom valdi hinsvegar vitlaust heimilisfang fyrir taxann sem keyrði hann 30 mínutur í vitlausa átt. Í óþekkt hverfi, fólk var farið að halda að það væri búið að ræna honum þar sem það er ekki óheyrt að það gerist í Mexíkó. Bílstjórinn talaði enga ensku og það tók rúmann klukkutíma að finna hótelið aftur. En ævintýri var það mikið.
Mótið er haldið á svæði sem herinn í Mexíkó á og hershöfðinginn sagði að hann vildi að grasið væri grænt. Þannig að hermennirnir máluðu grasið grænt. Allir skór keppendana eru grænir ásamt buxum og fleiru
Ég hef engar áhyggjur af þvi að það verði ekki fleiri fyndnar fréttir af mótinu. Nánari lýsingar á atburðum siðar.
P.s Á fyrsta deginum gleymdi Astrid töskuni sinni með vegabréfinu og öllu sem skiptir máli og hljóp á eftir rútuni á næsta hótel sem er rétt undir 1 km frá okkar hóteli. Ein hvít kona að hlaupa á götuni um miðnættisleitið í Mexikó er ekki mælt með af ferðaskrifstofum.