Bogfimisetrið ehf Dugguvogi 2 Reykjavík

Bogfimisetrid er ekki bogfimifélag, það er æfingar aðstaða fyrir bogfimi sem var opnuð í Nóvember 2012 og er opin öllum sem vilja prófa hvenær sem þeir vilja koma á opnunartímanum sem er 14:00-21:00 virka daga en 11:00-21:00 um helgar.

Guðmundur Örn Guðjónsson og Guðjón Einarsson opnuðu aðstöðuna aðeins 6 mánuðum eftir að þeir byrjuðu sjálfir í bogfimi þar sem það var gífurlegur skortur á aðstöðu á Íslandi og síðan þá hefur sportið vaxið framar öllum vonum og eru í dag um 500 manns skráðir í íþróttafélög í bogfimi á Íslandi.

Það er einnig bogfimibúð á svæðinu þar sem hægt er að kaupa allann búnað, og svo að sjálfsögðu ein besta æfingar aðstaða í heiminum.

Allir eru velkomnir til að prófa bogfimi og starfsfólkið hjálpar ykkur að halda áfram ef ykkur langar að byrja stunda sportið reglulega í framtíðinni.

2 dögum áður en þetta var skrifað var maður frá suður frakklandi að ferðast á Íslandi í heimsókn sem trúði ekki sínum eigin augum hvað það væri frábær aðstaða til að stunda bogfimi á Íslandi. Hann sér um nokkur héröð í suður Frakklandi og vildi óska þess að þeir hefðu jafn góða aðstöðu. Ásamt því hefur bogfimisetrið fengið hrós allt frá byrjendum til margfaldra heimsmeistara og að sjálfsögðu WorldArchery bogfimi heimssambandið.