Grunn-/byrjendanámskeið

Grunn námskeið í bogfimi eru gerð fyrir byrjendur eða þá sem hafa littla reynslu af bogfimi, á námskeiðunum eru kennd grunn öryggis og umgengnis atriði sveigboga, trissuboga og langboga, það er einnig kennd grunn tækni við að skjóta bogum og auka hittni.

Bogfimisamband ÍSÍ er með þá reglu að það sé skylda að klára grunnnámskeið áður en viðkomandi telst vera gildur meðlimur í íþróttafélagi sem stundar/keppir í Bogfimi. Einnig er hægt að láta Bogfimiþjálfara meta fyrri reynslu og votta fyrir það að manneskjan kunni á búnaðinn, kunni öryggisreglur og verði ekki sjálfri sér eða öðrum að voða.

Grunn námskeið getur hver sem er haldið sem er Bogfimiþjálfari 1 eða hærra.

Flest grunn/byrjendanámskeið (ríflega 90%) eru haldin í Bogfimisetrinu Reykjavík og í Bogfimisetrinu Akureyri  þau eru haldin mánaðarlega og hægt að er sjá nánari upplýsingar á vefsíðu Bogfimisetursins. Námskeiðin hjá Bogfimisetrinu eru hlutlaus og fólki er velkomið að ganga í hvaða félag sem það vill þegar það hefur lokið grunnnámskeiði hjá Bogfimisetrinu.

Annars eru mörg íþróttafélög innan Bogfimisambandsins sem bjóða einnig upp á grunn námskeið en tímasettningarnar eru mismunandi eftir félögum, hér fyrir neðan er listi af íþróttafélögum og tengiliðum.

Bogfimifélagið Boginn Kópavogi hafið samband við Bogfimisetrið Reykjavík bogfimisetrid@bogfimsetrid.is

Íþróttafélagið Freyja Reykjavík hafið samband við Bogfimisetrið Reykjavík bogfimisetrid@bogfimsetrid.is

Skaust/skotfélag austurlands Fjarðarbyggð (hafið samband við Harald halli@archery.is

Drekinn skotfélag Fjarðarbyggð (hafið samband við Helga hrhr@simnet.is)

Ungmennafélagið Efling Laugum (hafið sambandi við Unnsteinn unnsteinn@farmhotel.is)

Tindastóll Sauðárkróki (hafið samband við Indriða laugartun@gmail.com)

Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík (ÍFR hafið samband við Þröst bogfimi@gmail.com)

Íþróttafélag Fatlaðra á Akureyri (AKUR hafið samband við Rúnar bogaskytta@gmail.com)