Bogfimifélagið Boginn er stærsta Bogfimifélag á Íslandi og með þeim stærstu á Norðurlöndum og því kannski ekki furða að félagið sé með mestu þátttöku og árangur í samræmi við það á Íslandsmóti ungmenna.
Íslandsmót ungmenna var haldið á Haukavelli í Hafnarfirði og gott veður var til þess að skjóta, þó hefðu flestir keppendur líklega viljað að það væri örlítið hlýrra og hefðu viljað sleppa rigningunni sem kom við lok mótsins, en samt sem áður frábært veður til þess að keppa í bogfimi.
Erfitt er að gefa öllum keppendum BF Bogans nægilega umfjöllun í einni grein, en hér fyrir neðan eru þeir sem náðu helst árangrinum fyrir félagið á mótinu.
Eftirfarandi unnu Íslandsmeistaratitla einstaklinga fyrir BF Bogann.
- Íslandsmeistari Trissubogi U18 kvenna
- Freyja Dís Benediktsdóttir
- Íslandsmeistari Trissubogi U21 karla
- Nói Barkarsson
- Íslandsmeistari Sveigbogi U18 karla
- Pétur Már M Birgisson
- Íslandsmeistari Sveigbogi U21 karla
- Oliver Ormar Ingvarsson
- Íslandsmeistari Sveigbogi U16 kvenna
- Fanney Sara Gunnarsdóttir
- Íslandsmeistari Sveigbogi U18 kvenna
- Marín Aníta Hilmarsdóttir (Marín varð einnig Norðurlandameistari á NUM í gær)
- Íslandsmeistari Sveigbogi U21 kvenna
- Valgerður Einarsdóttir Hjaltested.
BF Boginn vann eftirfarandi titla í liðakeppni.
- Trissubogi parakeppni U21
- Nói Barkarsson og Sara Sigurðardóttir
- Sveigbogi parakeppni U18
- Marín Aníta Hilmarsdóttir og Pétur Már M Birgisson.
- Sveigbogi parakeppni U21
- Oliver Ormar Ingvarsson og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested.
- Sveigbogi liðakeppni kvenna U16
- Fanney Sara Gunnarsdóttir og Jenný Magnúsdóttir.
- Sveigbogi liðakeppni kvenna U18
- Marín Aníta Hilmarsdóttir og Halla Sól Þorbjörnsdóttir.
Sara Sigurðardóttir, Halla Sól Þorbjörnsdóttir og Jenný Magnúsdóttir fengu silfur og Melissa Pampoulie fékk brons á mótinu fyrir félagið.
Keppendur BF Bogans settu nokkurn fjölda af Íslandsmetum á mótinu.
- Nói Barkarsson Íslandsmet í U21 einstaklinga.
- Nói og Sara Íslandsmet í parakeppni trissuboga U21
- Nói og Sara Íslandsmet í parakeppni trissuboga opnum flokki
- Marín og Pétur Íslandsmet í parakeppni sveigboga U18
- Fanney og Jenný Íslandsmet í liðakeppni sveigboga U16
- Marín og Halla Íslandsmet í liðakeppni sveigboga U18
Sara og Freyja skoruðu báðar yfir 600 stigum í trissuboga kvenna á mótinu, ásamt Önnu Maríu Alfreðsdóttir í ÍF Akur er útlit fyrir að Ísland gæti átt nokkuð sterkt ungmennalandslið í trissuboga kvenna U21 á næstu árum.
MVP Íslandsmóts ungmenna var að þessu sinni vafalaust Nói Barkarson úr BF Boganum en fjallað er meira um hans árangur í sér grein hér fyrir neðan.