Bogfimi heimsþing ákvarðanir sem teknar voru. BFSÍ stendur vel gagnvart markmiðum heimsambandsins

Fyrsti dagur bogfimi heimsþings var haldin í dag. Haraldur Gústafsson varaformaður BFSÍ situr þingið fyrir BFSÍ og ber einnig atkvæði Finlands á þinginu.

Ánægjulegt var að sjá að mikið samræmi er í markmiðum og stefnu BFSÍ og heimssambandsins. BFSÍ hefur þegar náð öllum viðmiðum fyrir 2024 og 2028 sem WA hefur sett fyrir sérsambönd sem eru aðilar að WA. Gert er ráð fyrir því að auknar kröfur á landssambönd af WA muni fækka fjölda þjóða sem eiga aðild að sambandinu, en markmiðið er að allar þjóðir sem hafa aðild að WA séu virk í starfi.

Meðal áhersla sem heimssambandið hefur að þessu sinni á sérsambönd sem eiga aðild að WA eru:

  • Iðkendafjöldi yfir ákveðinni tölu
  • Að meirihluti iðkenda sé aðili að landssambandi
  • Að aðildarsambönd sín séu minna byggð á sjálfboðaliðum og meira á starfsfólki
  • Þátttaka í mótum fatlaðra

Færri breytingar voru gerðar á mótareglum á heimsþinginu en áætlað var í fyrri fréttum á archery.is. Hér fyrir neðan er stutt yfirferð um ákvarðanir sem gerðar voru á heimsþinginu sem snertir Íslenska keppendur. Flestum tillögum að breytinum á keppnisfyrirkomulagi í markbogfimi var hafnað.

Breytingar á nöfnum aldursflokka innan WA var samþykkt.

Aldursflokkum hjá heimsþinginu verður breytt í sama fyrirkomulag og er á Íslandi. Junior breytist í U21, Cadet breytist í U18 og Masters breytist í 50+. Þetta fyrirkomulag hefur verið í gangi á Íslandi lengi og ánægjulegt að sjá að ákveðið var að fylgja íþróttahreyfinguni almennt í skýrari skilgreiningum á aldursflokkum.

Breytingar á skorfyrirkomulagi í trissuboga (X verður 11) var hafnað.

Þetta hefði verið skemmtileg breyting og þó að meirihluti atkvæða hafi verið með breytinguni, var ekki 2/3 fylgi og því var það ekki samþykkt að þessu sinni.

Breytingar á fjölda örva utandyra úr 72 í 60 örvar var hafnað.

Sama með þessa breytingu, meirihluta fylgi var með breytinguni en ekki 2/3 fylgi og því ekki nægilegt til þess að breytingin gengi í geng. Þannig að engin breyting er þar og verður því áfram 60 örvar innandyra í undankeppni og 72 örvar utandyra.

Breytingar á skotskífu utandyra fyrir sveigboga úr 122cm skífu í 100cm skífu var dregin til baka áður en kosið var um hana af markbogfiminefnd WA.

Mögulegt er að markbogfiminefnd hafi fengið mikið af neikvæðri endurgjöf vegna þessarar tillögu og hafi því ákveðið að draga hana til baka.

Breytingar á tíma per ör úr 40 sekúndum í 30 sekúndur fékk meirihluta fylgi.

Líklegt er að tími per ör sem skotið er verði breytt úr 40 sekúndum í 30 sekúndur (á ekki við um sjónvarpaða útsláttarkeppni – alternate shooting). En meirihluta fylgi var með þeirri tillögu, en endanleg ákvörðun liggur ekki hjá þinginu heldur hjá stjórn heimssambandsins sem vildi ekki gera þessa breytingu nema leggja hana fyrst fyrir sem tillögu fyrir þingseta.

Breyting um að bæta berboga við á heimsmeistaramót var felld.

Tillagan var lögð fram af Sænska bogfimisambandinu en berbogi er mikið stundaður þar í landi og því hagsmunamál fyrir þá, en þar sem HM eru þegar of löng og flestar reglubreytingar sem voru til umfjöllunar tengdust því að stytta mót, var líklega ekki mikill stuðningur fyrir því að bæta við bogaflokki og lengja þau í staðin. Við teljum líklegt að Sænska sambandið muni leggja þessa tillögu til aftur á síðari þingum.

Kosningar í stöður á morgun

Á morgun eru kosningar í stöður og afhending viðurkenninga og slíkt. Hægt er að fylgjast með heimsþinginu hér

Annað

Engar breytingar sem gerðar eru taka gildi samstundis. Flestar breytingarnar munu taka gildi á næsta ári, líklega í janúar en það verður tilkynnt nánar af stjórn heimssambandsins síðar.

Að sjálfsögðu var farið yfir margt annað á þinginu að venju sem tengist rekstri heimssambandsins og eininga innan þess. Mikil áhrif var að sjá á starfi heimssambandins vegna Covid. Þeir sem hafa áhuga á öllum upplýsingum sem tengjast heimsþinginu geta fundið þær upplýsingar í listanum hér fyrir neðan.

Elections

Rule changes – motions and proposals

Congress programme, attendance and live streaming

Other documents