Bogfimi Dómari Ársins 2018 Ingólfur Rafn Jónsson

Dómari ársins 2018 er Ingólfur Rafn Jónsson

Archery.is valdi Ingólf Rafn Jónsson sem dómara ársins þar sem hann er virkasti bogfimi dómarinn og sjálfboðaliðinn á Íslandi.

Ingólfur er einnig keppandi en setur alltaf dómgæslu og mótahald framar sínum eigin löngunum og þörfum sem keppanda svo að aðrir geti keppt, náð árangri og skemmt sér.

Slíka sjálfboðavinnu á að sjálfsögðu að verðlauna og Ingólfur fékk fínann bikar að launum ásamt þökkum okkar allra.

Ingólfur hefur verið dómari á öllum Íslandsmetahæfum mótum á Íslandi á þessu ári nema einu. Nokkur af þeim voru medalíu keppnir teknar upp og sett inn á archery.is á youtube þar sem hægt er að sjá Ingó í dómara action.

Hann dæmdi meðal annars á:

Reykjavík International Games

Íslandsmótinu Innanhúss

Íslandsmótinu Utanhúss

IceCup mótaröðinni sem eru 12 mót á árinu eitt í hverjum mánuði.

Stóri Núps Meistaramótið

Ingólfur stóðst einnig stöðupróf til að taka Evrópudómararéttindi en ákvað að fara ekki á námskeiðið til að sækja slík réttindi að svo stöddu. Hann ætlar að safna sér meiri reynslu og þekkingu og mögulega að taka þau réttindi eftir 2 ár.