Betrum bætingar á vefsíðu Bogfimisambands Íslands

Unnið hefur verið í miklum breytingum/uppfærslum á vefsíðu bogfimisambandsins bogfimi.is á síðustu mánuðum og er vefsíðan öll að verða mun meira aðlaðandi og notendavænni.

Við hvetjum einnig alla til að like-a facebook BFSÍ https://www.facebook.com/Bogfimi til að fylgjast með fréttum frá Bogfimisambandinu sem verða einnig birtar á bogfimi.is

Einnig er verið að vinna í mótakerfi á BFSÍ. Grunnur kerfisins fékk BFSÍ að gjöf frá Sænska bogfimisambandinu sem byrjaði þróun kerfisins 2016, en BFSÍ hefur svo fjárfest í breytingum og aðlögun kerfisins fyrir Íslenskar aðstæður. Mótakerfið og uppfærslur á því verða samstarfs verkefni milli Svíþjóðar, Noregs og Íslands í framtíðinni.

Í mótakerfinu verður meðal annars hægt að finna:

  • Viðburðalista þar sem hægt verður að sjá alla viðburði og mót sem haldnir eru innan BFSÍ.
  • Niðurstöður móta.
  • Keppendaskrá.
  • Prófíla fyrir íþróttafólk þar sem hægt verður að sjá öll úrslit keppanda frá og með árinu 2020 og síðar.
  • Landslista (National Ranking) lista yfir íþróttafólk eftir hæsta skori í hverjum flokki fyrir sig.
  • Tölfræði um þátttöku á mótum.
  • O.fl.

Áætlað er að mótakerfið verði komið í loftið síðar í sumar.