Baldur tortímdi Íslandsmetinu á Íslandsbikarmótinu

Fyrsta Íslandsbikarmót í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ utandyra var haldið 18 maí og þar var helst til tíðinda að Baldur Freyr Árnason úr Boganum í Kópavogi gjörsamlega tortímdi Íslandsmetinu í berboga U18.

Mótið var fyrsta mót utandyra tímabilsins og því í fyrsta sinn sem Baldur hefur skotið utandyra á 40 metrum þar sem hann færðist upp úr U16 flokki í U18 flokk á þessu ári.

Íslandsmetið í berboga karla U18 var áður 424 stig og Baldur skoraði 603 stig í lélegum veður aðstæðum!! 179 stiga bæting á Íslandsmeti er rosalegt og ómögulegt að það gerist aftur í þessum flokki. Hámarks skorið er 720 stig til samanburðar (sem enginn í heiminum hefur náð í neinni keppnisgrein eða bogaflokki utandyra ever)

Baldur hefur stundað íþróttina í mörg ár til gaman, en áhuginn fyrir því að æfa skilvirkt og af krafti kom ekki til fyrr en árið 2023. Síðan þá hefur Baldur æft nánast daglega og það er ljóst að það er að skila sér og frekar fljótt. Við lok þessa árs má gera ráð fyrir því að Baldur sé búinn að taka Íslandsmetin innandyra og utandyra í U18, U21 og Meistaraflokki.

Baldur vann brons í einstaklingskeppni á EM U21 innandyra í febrúar fyrr á árinu og gull í liðakeppni, og það er greinilega útlit fyrir að hann ætlar sér að ná sér í fleiri verðlaun á stórmótum á næstunni og miðar á toppinn.

Næsta alþjóðlega markmið hjá Baldri er að vinna Norðurlandameistaramótið í byrjun júlí og svo að endurtaka leikinn á EM inni í febrúar 2025 og taka einstaklings gullið.

En ekki bara það heldur ætlar hann að hafa gaman af því í leiðinni 😉 (og að gera grín að Ludvig af því að hann tók gullið á EM inni en skoraði bara 596 á NM ungmenna úti 2022 í góðum verðuraðstæðum hehe)