Auðunn Andri Jóhannesson tók Íslandsmeistaratitilinn í U21 berboga karla, var efstur í undankeppni berboga karla og berboga unisex (keppni óháð kyni) og vann silfur til viðbótar á Íslandsmóti ungmenna um helgina.
Í gull úrslita leik berboga U21 karla keppti Auðunn við Patrek Hall Einarsson um titilinn. Auðunn vann leikinn af miklu öryggi 6-0.
Auðunn vann einnig silfur í berboga U21 unisex (keppni óháð kyni). En þar var hann sleginn út í gull úrslita leiknum af Hebu Róbertsdóttir 6-0.
Við munum líklega sjá næst til Auðunns á Evrópumeistaramóti í Samsun í Tyrklandi. En því móti var nýlega frestað um 6 daga vegna harmleiksins í Tyrklandi vegna jarðskjálfta hrinu og óljóst hvernig mun ganga að koma hópnum út. En bæði berboga U21 lið Íslands (karla og kvenna) eru talin líkleg til verðlaun á EM U21.
Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.
Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.
Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland
Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og í mótakerfi BFSÍ
Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug
40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina