Ásgeir bætti Íslandsmetið í U21 sveigboga karla um 61 stig á Íslandsmóti Ungmenna og Öldunga á föstudaginn. Metið var áður 506 stig og Ásgeir skoraði 567!
Þeim mun hærra sem met verða þeim mun erfiðara er að slá það, til samanburðar ef einhver myndi bæta þetta met tvisvar með sama stigamun (61) þá væri það Evrópumet. Evópumetið er 686 fyrir U21 (af 720 mögulegum stigum)
Þetta er síðasta árið sem Ásgeir getur keppt í U21 flokki. Á næsti ári er hann að keppa í opnum flokki sem er mun erfiðari. En ef hann hefur þolinmæðina í það og æfir sig gætum við séð met hjá honum í opnum flokki? Hæsta skorið á Íslandsmótinu í opnum flokki var 605.
Ásgeir sló einnig met í liðakeppni U21 með Georg Rúnar Elfarssyni og Oliver Ingarssyni.
Greinin er svolítið eftir á af að það er búið að vera mikið að gera út af Íslandsmótunum. En þetta var eitthvað sem mér fannst að þyrfti að nefna.