Artemis Lite er skorskráningar forrit fyrir Android stýrikerfið og líklega það besta á markaðnum í dag. Það er einnig það vinsælasta í dag þar sem það eru gífurlega mikið af fítusum í forritinu. En það getur verið frekar þungt að byrja að nota það. Hérna fyrir neðan eru einfaldar leiðbeiningar fyrir fólk sem er að byrja í forritinu.
Það er hægt að ná í það frítt í Google Play store í símanum eða á tabletinu.
Hérna fyrir neðan eru smá upplýsingar til að hjálpa þeim sem eru að byrja að skrá inn skor með forritinu.
Eftir að þú ert búinn að ná í forritið og opnar það er takki sem stendur á FORM. Þú getur ýtt á hann og notað hann sem nokkurs konar dagbók fyrir breytingar sem þú gerir í forminu þínu eða nýja hluti sem þú lærir á meðan þú ert að skjóta eða aðrir segja þér frá. Þessi fítus er val hvers og eins og er ekki skylda að nota.
Ef þú flettir til hægri kemurðu á skjá sem er með 4 icon-um,
byrjaðu á iconinu vinstra meginn niðri Bow eða bogi, búðu til nýjann boga með því að ýta á plúsinn, skrifaðu nafnið á boganum og veldu save.
Farðu svo til baka þar sem 4 iconin voru og veldu iconið hægra megin niðri Sight eða sigti, búðu til nýtt sigti með því að ýta á plúsinn, skrifaðu nafnið á sigtinu efst
valmöguleikarnir fyrir neðan hjá sigtinu eru óþarfi núna en hjálpar forritinu að láta þig vita ef að sigtið er vitlaust stillt hjá þér, hér fyrir neðan eru stillingar fyrir nokkur sigti.
arc system sx10 sigti myndirðu skrifa í fyrsta dálk 0,8 í annan dálkinn 8 í þriðja dálkinn 0,8 og fjórða dálkinn 8,
axcel sigti myndirðu skrifa í fyrsta dálk 0,792 annan dálk 20 þriðja dálk 0,792 fjórða dálk 20Shibuya cpx myndirðu skrifa í fyrsta dálk 1,06, annan dólk 20, þriðja dálk 1,06, fjórða dálk 20
Það sem verið er að spyrja um er hve mörg click eru í heilum snúning af stilli skrúfuni, svo hvað færist sigtið marga millimetra per click.
Farðu svo til baka þar sem 4 iconin voru og veldu iconið hægra megin upp, quiver eða örvar (örvamælir), búðu til nýtt sett af örvum með því að ýta á plúsinn og skrifaðu nafnið á örvunum efst, skrifaðu svo breiddina á örvunum í mm (ef þú ert ekki viss notaðu 5,5 mm fyrir grannar utandyra örvar 9,3 mm fyrir þykkar innandyra örvar) þetta stýrir bara hvað punkturinn lítur stór út á skotmarkinu á símanum þegar þú byrjar að skrá inn örvar. Allar hinar upplýsingarnar eru óþarfar.
Þegar þú ýtir á save kemur melding um að quiverið þitt sé tómt og hvort að þú viljir bæta við 12 örvum í það, veldu já. (ef þú valdir óvart nei geturðu sett örvar inn með því að halda fingrinum á línuni sem þú varst að búa til þá birtist valmynd fyrir neðan veldu örva iconið, veldu plúsinn og skrifaðu númerið á örinni og save)
Farðu svo til baka þar sem 4 iconin voru og veldu Bow-setup, iconið vinstar megin uppi. Veldu plúsinn (eða add). Þar efst skýrirðu stillingarnar eitthvað (segjum t.d hoyt innandyra setup 2016) svo velurðu sigtið sem þú bjóst til áðan í dálk 2 og velur svo bogann sem þú bjóst til í dálk 3. Hérna getur verið gott að skrifa inn allar stillingarnar á boganum þínum til að geyma í framtíðinni svo að þú getir alltaf stillt hann eins aftur, en ekkert af því er skylda. Ef þú vilt að forritið geti gefið þér meðmæli með því hvert er best að stilla sigtið þá þarftu að fá einhvern til að mæla vegalengdina frá auganu á þér að sigtispinnanum og skrifa það í dálk 4. (ef þú ert ekki viss en vilt fá sirka réttar tölur geturðu sett inn draglengdina þína +10cm og þá ertu oftast nokkuð nálægt réttri tölu.) Veldu svo save.
Farðu svo til baka þar sem 4 iconin voru og flettu aftur til hægri þá kemur annar skjár með 4 iconum, eina iconið sem þú notar af þessum til að byrja með er Match iconið uppi hægra megin.
Þar inni velurðu plúsinn (add) og velur Plot Match eða efsta valmöguleikann sem poppar upp, þar inni velurðu bogastillingarnar sem þú ætlar að nota í dálk 1 og örvarnar sem þú ætlar að nota í dálk 2, svo velurðu fjarlægðina sem þú ert að skjóta í dálk 5, svo smellirðu á skotskífuna þá poppar upp valmöguleiki um hvaða tegund og stærð af skotskífu þú vilt nota, veldu skífuna sem á við (standard skotskífan í Bogfimisetrinu er 80 cm skífa 6 hringja). Svo velurðu undir skotskífuni hve oft þú ætlar að skjóta og hve mörgum örvum þú ætlar að skjóta í einu, í þessu tilfelli þá 10 sinnum 3 örvar (semsagt 30 örvar í heildina), veldu svo save. Þá kemur upp ný lína sem þú varst að búa til smelltu á hana, veldu svo play takkann (græna), þá birtist bendill, færðu bendillinn þar sem örin lent og smelltu á hann, halltu áfram að gera það þanngað til þú ert búinn að setja allar örvarnar inn.
Þar með lýkur grunninum í Artemis lite.
Meiri upplýsingar er hægt að finna með því að lesa upplýsingarnar í forritinu. (spurningarmerkið í hægra horninu) eða spyrja næsta mann á skotsvæðinu um upplýsingar.
Þetta ætti að koma þér af stað að nota forritið, þú lærir restina með því að fikta í því 😉