Núna er að fara í gang árangursverðlaun fyrir frammistöðu með svipuðu formi og er hjá JOAD í Bandaríkjunum.
Allir mega reyna við þessar árangursmedalíur og allur aldur má taka þátt og reyna sig á öllum vegalengdum.
Aðeins er hægt að vinna hverja fjarlægð einu sinni (semsagt maður fær ekki 3 stjörnur oft).
Til að fá verðlaunin verður að skrá og senda inn skorblaði undirrituðu af einu vitni til astrid@archery.is. Skorið má taka í keppni, á móti eða á æfingu, svo lengi sem það er eitt vitni sem staðfestir skorið.
Grafið aftan á medalíuna er “Bogfimi ÍSÍ Árangursverðlaun” og svo fjöldi stjarna ****. Borðarnir á medalíunum eru mismunandi á litinn eftir árangri.
Sendið skráningar og skor til astrid@archery.is þið getið fengið medalíurnar afhenntar í Bogfimisetrinu eða sendar út á land (sendingar kostnaður greiðist af viðtakanda)
Medalían kostar 500.kr fyrir 18 ára og yngri og 1.000.kr fyrir eldri en 18 ára og einungis þeir sem hafa náð árangrinum á myndinni hér fyrir neðan mega kaupa viðeigandi medalíu. (þeir sem ná t.d 3 stjörnu skorinu í fyrsta skipti mega líka kaupa 1 stjörnu og 2 stjörnu medalíurnar ef þeir vilja.)
Á myndinni hér fyrir neðan er hægt að sjá vegalengdir og skotskífur sem gefin eru árangurverðlaun út fyrir.
Gefið er fyrir Trissuboga, Sveigboga og fyrir sigtislausaboga (sama hvort að það er langbogi sveigbogi eða trissubogi, barebow)