Anna María Alfreðsdóttir sýndi hreint frábæra frammistöðu á Veronicas Cup í Kamnik í Slóveníu um helgina.
Hún vann bronsúrslitaleik einstaklinga í dag af miklu öryggi 142-130 gegn Stefania Merlin frá Lúxemborg. Ásamt því að vinna gull í liðakeppni, slá 3 einstaklings Íslandsmet og 2 liðamet i heildina um helgina.
Anna skoraði yfir Íslandsmeti í U21 útsláttarkeppni þrisvar á mótinu, í 16 mann, 8 manna og brons úrslitum. Metið sem stendur líklega mest út úr samt er metið í undankeppni í opnum flokki 679 stig, sem samsvarar því sirka að vera meðal top 25% á Evrópumeistaramóti utandyra. Sem er einmitt næsta alþjóðlegamót sem Anna mun keppa á í Júní. En það met hefur staðið í 5 ár frá heimsbikarmótinu í Tyrklandi 2017.
Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur vinnur til verðlauna í einstaklingskeppni í opnum flokki á heimslistamóti. Anna fékk þó ekki að njóta þess lengi þar sem að strax eftir úrslitaleikinn var hún tekin í doping test í tvær klukkustundir. En var ánægð með að vinna 200 Evru verðlauna féð fyrir þriðja sætið á mótinu. Ætli það sé þá hægt að kalla hana atvinnumann núna 😉
Veðrið í úrslitaleiknum var töluvert betra en hefur verið á mótinu en flesta dagana var frekar kalt og rigning en mjög lítill vindur hefur verið allt mótið, nema smá á köflum i úrslitaleikjum komu golur.
Eini leikurinn sem Anna tapaði á mótinu var í 4 manna úrslitum gegn Toja Ellison sem er fjórða á heimslista í dag. En Toja skoraði hæsta skor mótsins í leiknum gegn Önnu Maríu.
Brons úrslitaleikurinn átti að vera sýndur beint á streymi en vegna útistaðna milli WA og WAE um gæði á streymum var aðeins sýnt frá gull úrslitum á mótinu og WA stýrði upptökunni remotely. Áður en WAE mega birta brons og liða úrslitaleiki mótsins þurfa þeir að fa leyfi frá WA sem er áætlað að gerist eftir um 2 daga. Ef ekki verður af því hefur formaður BFSÍ fengið vilyrði frá Ianseo staffinu fyrir því að upptakan af Íslensku keppendunum verði send til BFSÍ til birtingar.
Við eigum eftir að sjá töluvert frá Önnu á þessu ári, EM utandyra í Júní, EM ungmenna í Ágúst og NUM í Júlí. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur. Einnig er hægt að segja að hún eigi nokkuð góðar líkur á því að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 miðað við frammistöðu sína á þessu móti.
Inside joke fyrir þátttakendur mótsins keppenda Freyja gaf Önnu marblett og Anna kann ekki að hoppa yfir bolta