Anna María þrítugasta í Evrópu og sextugasta á heimslista

Anna María Alfreðsdóttir 19 ára úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri er þrítugasta á Evrópulista og sextugasta á heimslista fullorðinna eftir heimsbikarmótið í París sem haldið var í síðustu viku, 20-26 júní í Frakklandi.

Þetta er hæsta sæti á heims- og Evrópulista sem Íslendingur hefur náð í íþróttinni hingað til og talið líklegt að Anna María verði fyrsti Íslendingur til þess að komast í topp 50 á heimslista í bogfimi, sem er viðmið í Afreksstefnu BFSÍ fyrir Afreksíþróttafólk á heimsmælikvarða. Og viðmið World Archery fyrir útreikning á heimslista stigum sem byggist að hluta á hve margir af topp 50 á heimslista keppa á viðkomandi alþjóðlega stórmóti.

https://worldarchery.sport/profile/32070/anna-maria-alfre%C3%B0sd%C3%B3ttir/biography

Aðeins fjórir Norðurlandabúar eru í meðal topp 100 á heimslista og Anna er þar næst hæst og á hraðri uppleið.

 1. Tanja Gellenthien – Danmörk (8)
 2. Anna María Alfreðsdóttir – Ísland (60)
 3. Natasha Stutz – Danmörk (85)
 4. Erika Damsbo – Danmörk (91)
 5. Satu Nisula – Finland (105)
 6. Ylva Hjella – Noregur (117)
 7. Eowyn Marie Mamalias – Ísland (145)
 8. Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir – Ísland (147)
 9. Freyja Dís Benediktsdóttir – Ísland (186)
 10. Ewa Ploszaj – Ísland (239)
 11. Astrid Daxböck – Ísland (262)
 12. Zandra Reppe – Svíþjóð (278)

Átta Norðurlandabúar til viðbótar eru á milli 100-300 á heimslista trissuboga kvenna, af þeim eru 5 frá Íslandi.

Anna átti mjög sterkt start á þessu ári þar sem hún endaði í 4 sæti á EM innandyra (U21) í Febrúar í Slóveníu og tók svo þriðja sæti á Veronicas Cup World Ranking Event (fullorðinna) í Maí í Slóveníu. Sem voru fyrstu tvö alþjóðlegu mótin hennar á árinu.

Á EM utandyra (fullorðinna) í júní endaði hún í 17 sæti en var óheppin að vinna ekki útsláttinn í 32 manna lokakeppni mótsins, en það hefði tryggt henni í úrslit og þátttökurétt á Evrópuleikana 2023.

Á heimsbikarmótinu (fullorðinna) í París í síðustu viku var það einnig óheppni að vinna ekki leikinn í 64 manna lokakeppni, þar sem hún var yfir meirihluta leiksins og skoraði hærra í öllum æfingarumferðum fyrir leikinn.

Ef að Anna hefði unnið annan hvorn af þessum útsláttum hefði hún auðveldlega endað hærra en topp 50 á heimslista. Þannig að miðað við núverandi getu Önnu er hægt að segja að það er ekki spurning um hvort að hún kemst í topp 50 á heimslista heldur hvenær. Ef Anna hefði haft tíma og efni á því að taka þátt í öllum þeim heimslistamótum sem voru í boði á þessu ári væri einnig líklegt að hún hefði komist en hærra.

Vert er að geta að Tyrkland og Kórea eru sterkustu bogfimiþjóðir í heiminum og eru einu tvær þjóðirnar sem unnu til gull verðlauna á síðustu Ólympíuleikum í Tókýó.


Úrtak af Íslenskra keppenda í trissuboga kvenna á heims- og Evrópulista og breytingar eftir heimsbikarmótið í París. (CA = Continental Association)

Ísland er með næst hæsta trissuboga kvenna lið á heims- og Evrópulista af Norðurlöndum, en þar leiðir Danmörk í 17 sæti á heimslista (9 sæti í Evrópu) og Ísland í 30 sæti á heimslista (13 sæti í Evrópu). Meirihluti stiga sem Ísland eru frá EM 2022 í Munchen þar sem trissuboga kvenna liðið endaði í 9 sæti eftir að komast í 16 liða úrslit.

Anna mun keppa á tveim erlendum mótum til viðbótar á þessu ári Evrópumeistaramóti ungmenna í ágúst í Bretlandi og Norðurlandameistaramóti ungmenna í júlí í Finnlandi. Anna mun þó ekki fá nein stig á heimslista á þeim mótum. Ástæðan fyrir því er að aðeins eru gefin stig á heimslista fyrir stærstu alþjóðlegu stórmótin í opnum flokki (fullorðinna) s.s. Ólympíuleikar, Evrópuleikar, EM, HM, heims- og Evrópubikarmót. Engin stig fást á heimslista fyrir t.d. fyrir öll ungmenna mót, öll innandyra mót, landsmót, Norðurlandamót fullorðinna eða Smáþjóðaleika.

2023 er síðast ár sem Anna getur keppt í ungmenna flokki (U21) og líklegt að áherslan verði að verja því fjármagni sem Anna hefur til þátttöku í alþjóðlegum mótum ungmenna frekar en fullorðinna, nema viðbótar fjármagn fáist til þess að taka þátt bæði í ungmenna og fullorðins mótum 2023. En 2024 mun Anna aðeins geta keppt í fullorðins flokki og mun þá setja alla áherslu á keppa á þeim mótum sem gefa stig á heimslista og líklegt að hún setji sig þá hátt með þeim bestu í heiminum.

Íþróttamaður sem er vel vert að fylgjast grant með í framtíðinni, sérstaklega í ljósi þess að lagt hefur verið til að bæta við trissubogaflokki á Ólympíuleikana 2028 í Los Angeles.