Anna María Alfreðsdóttir í ÍF Akur sigraði trissuboga kvenna flokkinn með gífurlegum yfirburðum á öðru Stóra Núps Meistarmótinu í ár. Ásamt því að taka Íslandsmetið í undankeppni í U21 og U18 flokki. Anna skoraði 641 stig á mótinu en Íslandsmetið var áður 632 stig í báðum tilfellum og var í eigu Eowyn Marie Mamalias frá Evrópuleikunum 2019.
Anna María var með rúmlega 100 stigum hærra skor en keppandinn í öðru sæti í undankeppni. Skorið hennar var nægilega hátt til þess að hún flokkist sem Afreksfólk hjá Bogfimisambandi Íslands í trissuboga kvenna. En viðmiðin þar eru lágmarksviðmið frá Evrópu bogfimisambandinu WorldArcheryEurope fyrir Evrópuleika.
Í gull keppninni keppti Anna María og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir í BF Boganum og Anna vann gullið örugglega 135-119. Íslandsmetið í útsláttarkeppni trissuboga kvenna U18 og U21 er 136 stig, ef Anna María hefði skorað 2 stigum hærra hefði hún slegið 4 Íslandsmet samtals á mótinu og því um gífurlega góða frammistöðu að ræða hjá Önnu. Eva Rós Sveinsdóttir í BF Hróa Hetti tók bronsið í trissuboga kvenna.
Mótið var haldið að Stóra Núpi í Gnúpverjahrepp rétt fyrir utan Selfoss. En fyrsta móti mótaraðarinnar var aflýst vegna Covid-19. Þriðja mótið verður haldið á Ágúst og er hægt að finna upplýsingar um það https://archery.is/events/stora-nups-meistaramotarodin-agust/
Önnur úrslit af mótinu.
Þess má geta að Alfreð Birgisson í ÍF Akur pabbi Önnu Maríu tók gullið í trissuboga karla á mótinu. Í gull keppninni lent Alfreð á móti Albert Ólafssyni í BF Boganum og sigraði hann 136-133. Alfreð stóð sig mjög vel á mótinu. Rúnar Þór Gunnarsson sigraði faðir sinn Gunnar Þór Jónsson í bardaga um bronsið. Þeir feðgar voru mótshaldarar ásamt Ingólfi Rafn Jónssyni sem sá um dómgæslu á mótinu.
Oliver Ormar Ingvarsson tók gullið í sveigboga karla opnum flokki með 6-0 sigri á félaga sínum Degi Erni Dagssyni báði í BF Boganum. Oliver skoraði 565 stig í undankeppni sem er aðeins 2 stigum frá Íslandsmetinu í U21 flokki sveigboga karla, það met setti Ásgeir Ingi Unnsteinsson í fyrra. Ásgeir Ingi Unnsteinsson tók bronsið á mótinu núna.
Í sveigboga kvenna kepptust Valgerður Einars. Hjeltested og Marín Aníta Hilmarsdóttir um gullið. Báðar í BF Boganum. Marín hafði þar betur í bæði undankeppni og útsláttarkeppni og tók gullið 7-3. Marín var ekki langt frá Íslandsmetinu í U21 flokki sveigboga kvenna, metið er 363 en Marín skoraði 345.
Oliver Ormar Ingvarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir bæði í BF Boganum settu einnig Íslandsmetið í U21 sveigboga blandaðri liðakeppni.
Ólafur Ingi Brandsson í BF Hróa Hetti tók gull í berboga karla.
Hægt er að finna heildar úrslit af mótinu á ianseo.net alþjóðlega skorskráningarkerfinu. https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7163
Íslandsmetaskrá er hægt að finna á bogfimi.is https://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/