Anna María Alfreðsdóttir átti hreint út frábæran dag á Veronicas Cup i dag.
Anna sló Íslandsmetið í trissuboga kvenna opnum flokki(fullorðinna) og U21, og sló landsliðsmet með trissuboga kvenna liðinu í opnum flokki og U21. Anna var í fjórða sæti í undankeppni einstaklinga, tók gullið með trissuboga kvenna liðinu og var í 6 sæti í blandaðri liðakeppni.
Og keppninni er ekki lokið en, einstaklings útsláttarkeppni er á morgun, þar sem Anna telst líkleg til að komast í gull eða brons úrslit mótsins miðað við niðurstöður úr undankeppni. En meira um þær niðurstöður á morgun þegar keppninni er lokið. 😉
Allt crewið er nýkomið upp á hótel aftur eftir krefjandi 12 klukkustunda dag, smellir í sig mat í háttinn og endurtekur sambærilegann dag á morgun.
Fjallað verður nánar um framgang mótsins í fréttagreinum á næstu dögum, núna eru allir þreyttir og ætla snemma í háttinn 😊
Inside jokes, Freyja stendur ekki lengur, Anna ruglar saman cheerios og skori, Dagur fékk bara eina sneið, Vala keyrði 2 metra og gleymdi lyklunum, Astrid mundi eftir grænni rútu í Marrakesh 2015, það þarf að skipta um batterí í Gumma, Eowyn starði á nefið hennar Önnu og Marín átti í erfiðleikum með að klæða sig í og úr umbúðum.