Anna María Alfreðsdóttir er að sýna frábæra frammistöðu á EM innandyra í bogfimi. Ef Anna vinnur í 8 manna úrslitum á morgun þá mun hún keppa um verðlaun á EM.
Evrópumeistaramót innandyra er núna í gangi í Lasko í Slóveníu. Dagskrá mótsins er löng og verið er að keppa 12 tíma á dag í sumum tilfellum. Stór hópur Íslenskra keppenda er að keppa á mótinu og gengið hefur verið gott.
Í einstaklingskeppni var Anna í 13 sæti í undankeppni trissuboga kvenna U21 með skorið 572 og endaði því á móti Lucia Kocutova frá Slóvakíu sem var í 20 sæti í undankeppni.
Í 32 manna lokakeppni vann Anna gegn Lucia 144-139, en það er einnig nýtt Íslandsmet í trissuboga kvenna U21 flokki og Anna hélt því áfram í 16 manna úrslit EM í einstaklings keppni.
Í 16 manna úrslitum endaði Anna á móti Grace Chappell frá Bretlandi sem var í 4 sæti í undankeppni, þar vann Anna gegn Grace 143-141, sem jafnaði einnig gamla Íslandsmetið í trissuboga kvenna U21 flokki og Anna hélt því áfram í 8 manna úrslit.
8 manna úrslit verða haldin á morgun fimmtudaginn 16.02.2022. En þar mun Anna mæta Pil Munk Carlsen frá Danmörku og við erum að gera ráð fyrir jöfnum hörku leik milli þeirra á morgun.
Í trissuboga liðakeppni U21 á fimmtudaginn mun Freyja ásamt liðsfélögum sínum keppa á móti Ítalíu í 8 liða úrslitum. Ítalía var í fjórða sæti í undankeppni og Íslensku stelpurnar í fimmta sæti, og um tíma í undankeppni var Ísland yfir Ítalíu. Þannig leikurinn gæti farið á hvorn veginn sem er og verður líklega jafn og spennandi.
Anna María er úr Íþróttafélaginu Akur í ÍBA á Akureyri.