Anna María Alfreðsdóttir ætlar sér stóra hluti á EM innandyra í Slóveníu

Anna María Alfreðsdóttir í Íþróttafélaginu Akur á Akureyri er búin að vera að sýna mjög sterka frammistöðu á síðustu mótum á Íslandi.

Anna er áætluð til þátttöku á Evrópumeistaramót innandyra U21 í Laško Slóveníu í 13-20 febrúar 2022 og vel vert að nefna gengi hennar í mótum á Íslandi síðustu tvo mánuði til samanburðar við fyrri niðurstöður af þeim EM

Tvö síðustu skorin hennar Önnu í undankeppni á Íslandi:

  • Ungmennadeild BFSÍ Nóvember 2021 – 574 stig af 600 mögulegum (það er einnig Íslandsmet í U21 flokki en metið var 565 sem er gífurlega hátt hopp í meti U21 trissuboga kvenna, Evrópumetið er 589 stig)
  • Egilstaðir Innanhúss Desember 2021 – 573 stig af 600 mögulegum (mótið var einnig hluti af heimsmótaröð heimssambandsins – World Archery Indoor World Series og telsta skorið hennar þar einnig inn í Open Ranking í þeirri heimsmótaröð)

Til samanburðar ef við færum þau skor inn í undankeppni EM innandyra U21 síðustu þrjú skipti sem þau voru haldin  (2021 EM var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins) til að sjá hvar Anna María stæði á þeim mótum miðað við þessi skor (ímynda okkur að Anna hefði náð þessum skorum á EM U21) þá kæmi það svona út:

  • EM U21 innandyra 2019 – 14 sæti í undankeppni
  • EM U21 innandyra 2017 – 11 sæti í undankeppni
  • EM U21 innandyra 2015 – 9 sæti í undankeppni

Svo veit maður aldrei hvað gerist í útsláttarkeppninni (lokakeppninni/úrslitum), það fer allt eftir dagsformi, en hún ætti þá góðar líkur á því að komast í úrslit EM U21

Meðal skor trissuboga kvenna liða sem hafa unnið gull verðlaun í liðakeppni á síðustu þrem EM U21 innandyra er 576 stig. Þannig að ef við náum að skapa þrjár stelpur sem eru á sambærilegu getustigi og Anna er núna að nálgast, þá á Ísland góðan séns á Evrópumeistaratitil trissuboga kvenna U21 í framtíðinni 😊 Spennandi