Allar Íslensku U21 stelpurnar sýndu frábæra frammistöðu á Evrópubikarmóti ungmenna í dag. Allar þrjár unnu sig upp í 8 manna úrslit mjög örugglega, ásamt tveim keppendum frá Ítalíu og einum frá Króatíu, Ísreal og Niðurlöndum.
Déskoti gott að littla Ísland eigi flesta keppendur allra þjóða í 8 manna úrslitum á Evrópubikarmóti, og líklega ekki oft sem það hefur gerst í íþróttasögu landsins.
Anna (20 ára) og Þórdís (15 ára) voru slegnar út í 8 manna úrslitum og enduðu í 7 og 8 sæti. En Freyja (18 ára) komst áfram í brons úrslita leikinn á Evrópubikarmótinu. Mögulegt verður að fylgjast með brons úrslita leiknum live á laugardaginn kl 9:20 hér: https://www.youtube.com/watch?v=T4yu4oSJPD4
Streymið byrjar kl 8:00 og áætlað að leikurinn hennar Freyju verði um kl 09:20 leitið.
Stelpurnar okkar stóðu sig einnig mjög vel í liðakeppni og tóku þar silfur verðlaun á mótinu í trissuboga kvenna U21, en þar tók Ítalía gullið.
Flestir Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á Evrópubikarmótinu að svo stöddu og hér á myndinni er hægt að sjá niðurstöður þeirra sem hafa lokið keppni.
Á heildina litið frábær árangur. Sérstaklega ef það er tekið með inn í dæmið að þetta er aðeins í annað sinn sem Ísland tekur þátt á Evrópubikarmóti ungmenna. Fyrsta sinn sem Ísland tók þátt var 2018 og þar voru tveir keppendur frá Íslandi sem báðir voru í neðsta sæti. Einnig ótrúlegt að littla Ísland sé með 3 af 8 keppendur í 8 manna úrslitum bara út frá íbúafjölda og iðekendafjölda í íþróttinni í hinum löndunum sem eru að keppa á mótinu. Frekar mikil framför á stuttum tíma hjá okkar fólki 😊
Við áætlum að skrifa svo ítarlega frétt um niðurstöðurnar þegar mótinu er lokið. En það var vert að birta sér frétt um þennan glæsilega árangur þeirra hingað til á mótinu.
Evrópubikarmót ungmenna er haldið í Catez í Slóveníu að þessu sinni. Mótið er 1-6 maí. Sex keppendur eru að keppa fyrir Ísland á mótinu (228 keppendur frá 24 Evrópuþjóðum í heildina).
Fjórir af sex keppendunum á þessu móti verða svo lengur út í Slóveníu eftir Evrópubikarmótið, til að taka þátt í Veronicas Cup World Ranking event næstu helgi (mót fullorðinna). Mótið verður haldið í Kamnik í Slóveníu, um 90 mínútur frá þar sem Evrópubikarmót ungmenna er haldið núna og þar hitta þau aðra keppendur sem eru á leið frá Íslandi á Veronicas Cup. Ísland vann árið 2022 gull verðlaun í trissuboga kvenna liðakeppni og brons verðlaun í einstaklingskeppni á Veronicas Cup, og verður einnig spennandi að fylgjast með hvernig gengi okkar keppenda verður þar.