Alfreð Birgisson úr ÍFA Akureyri var að ljúka keppni á Evrópumeistaramótinu innandyra í Varazdin Króatíu þar sem hann endaði í 6 sæti í liðakeppni og 17 sæti einstaklingskeppni.
Alfreð komst áfram í útsláttarleiki liða og einstaklinga eftir undankeppni EM á þriðjudaginn.
Í trissuboga einstaklingskeppni á EM munaði ekki miklu að Alfreð hefði tryggt sér sæti í 16 manna úrslitum en hann mætti góð vin Íslands og margföldum heimsmeistara Martin Damsbo frá Danmörku í 32 manna úrslitum. Þar endaði leikurinn með 147-145 sigri Martins á Alfreð, og Alfreð því í 17 sæti á EM.
Alfreð ætlaði að kaupa sér appelsínugula peysu (litur félagsins síns) ef að hann ynni leikinn gegn Damsbo og svarta peysu ef hann tapaði. En þar sem að Alfreð skaut vel og það munaði mjóu og hann var ánægður með frammistöðu sína ákvað hann að taka milli veginn og kaupa sér gula peysu.
Trissuboga karla liðið, sem Alfreð var partur af, voru slegnir út af heimaþjóðinni Króatíu í 8 liða úrslitum 233-213. Íslenska liðið endaði því í 6 sæti á EM, sem er hæsta sæti sem Ísland hefur náð til dags í trissuboga karla. En hæsta áður var 8 sæti 2022. Danirnir tóku gullið í liðakeppni gegn Króatíu.
34 Íslenskir keppendur og 11 Íslensk lið voru skráð til keppni frá Íslandi í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem var á þriðjudagin síðastliðinn. Þetta er stærsti hópur Íslands til dags á EM og því vægast sagt mikið sem er búið að ganga á í vikunni. EM var haldið 19-24 febrúar og Íslensku keppendurnir voru að lenda heima á Íslandi í gær.
Nánari upplýsingar um gengi annarra keppenda Íslands á EM er hægt að finna í fréttum á archery.is og bogfimi.is