Alfreð Birgisson Bikarmeistari BFSÍ 2024

Alfreð Birgisson varð Bikarmeistari BFSÍ í trissuboga 2024 með naumum 9 stiga mun með 1716 stig af 1800 stigum mögulegum stigum á tímabilinu. Freyja Dís Benediktsdóttir var hart á hælum Alfreðs með 1707 stig í öðru sæti. Þetta er annað árið sem Bikarmeistarar eru titlaðir formlega og einnig annað árið í röð sem Alfreð vinnur titilinn.

Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:

  1. Alfreð Birgisson 1716 stig ÍFA Akureyri
  2. Freyja Dís Benediktsdóttir 1707 stig BFB Kópavogur
  3. Eowyn Marie Mamalias 1700 stig BFHH Hafnarfjörður
  4. Þórdís Unnur Bjarkadóttir 1683 stig BFB Kópavogur

Á síðasta tímabili voru Alfreð og Freyja einnig efstu tvö en þá munaði 32 stigum á milli þeirra. Freyja er því að sækja á Alfreð og hinir þrír í topp fjórum eru allt ungar trissuboga stelpur sem eru að sækja á Húsvíska slökkviliðsmanninn sem heldur en topp sætinu.

Frammistaða Alfreðs á Bikarmóti BFSÍ í desember var góð þar sem að hann skoraði 577 stig að hann setti sig í góða stöðu til þess að verja Bikarmeistara titilinn. En það dugði honum þó ekki til, hann þurfti að keppa á lokamótinu og sýna góða frammistöðu með skori vel yfir 560 í undankeppni lokamótsins. Það hófst vel með skorinu 573 í undankeppni Bikarmótsins í janúar í dag sem tryggði Alfreð titilinn Bikarmeistari ársins 2024.

Svo var það ekki verra að Alfreð vann einnig janúar Bikarmótið en þó með minnsta mögulega mun, gull úrslita leik sem endaði í jafntefli og þurfti að útkljá með bráðabana þar sem skotið er einni ör og sigurvegarinn ræðst af því hver hittir nær miðju. Þar sem Alfreð skoraði 10 stig og andstæðingurinn 9 og Alfreð tók því sigurinn.

Alfreð keyrir því heim til Akureyrar með stórann bikar, lítinn bikar, titil, gull medalíu og 50.000.kr í verðlaun.

Bikarmótaröð BFSÍ 2023-2024 innandyra samanstóð af fjórum Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í október, nóvember, desember og janúar.

Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri af þremur bestu skorum úr Bikarmóta BFSÍ á tímabilinu.

Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, semsagt allir á móti öllum.

Bikarmeistarar

Á döfinni á næstu mánuðum hjá Alfreð eru:

  • EM innandyra í Krótíu í febrúar
  • Íslandsmeistaramót í mars
  • EM utandyra í Þýskalandi í maí
  • O.fl.