Albert og Sveinbjörg með annað heimsmet á heimsbikarmótinu

Í gær slóu hjónin Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir annað heimsmet á heimsbikarmótinu í París 2021. Fyrra heimsmetið sem þau slóu var fyrir undankeppni 50+ parakeppni, heimsmetið sem þau slóu í dag var í lokakeppni (útsláttarkeppni) 50+ parakeppni. Samtals hafa þau því slegið 2 heimsmet og þar af leiðandi einnig 2 Evrópumet á mótinu sem er flottur árangur á mótinu.

Í lokakeppni para kepptu Albert og Sveinbjörg gegn Þýska liðinu en töpuðu þar 154-137. Þess má geta að hámarksskorið er 160 og Þýska liðið skoraði hæsta skorið af öllum liðum í fyrsta útslættinum og gáfu því Íslendingunum ekkert færi.

Sveinbjörg lenti í lokakeppni gegn Alexis Ruiz frá Bandaríkjunum en þar hafði sú bandaríska betur 147-119. Sveinbjörg bætti einnig Íslandsmetið í 50+ trissuboga kvenna í undankeppni á mótinu.

Albert tapaði í fyrsta útslætti lokakeppni einstaklinga 145-137 gegn Frederico Pagnoni frá Ítalíu og er keppni hjónana því lokið á þessu móti.

17 sæti í parakeppni og bæði enduðu í 33 sæti í einstaklingskeppni á mótinu.

Heimsbikarmótin eru ekki 50+ mót en þar sem fjarlægðir og skífustærðir eru þær sömu fyrir opinn flokk og 50+ í trissubogaflokki þá er mögulegt að slá met í þeim aldursflokki á mótinu. Þetta á einnig við um sveigbogaflokk í opnum flokki og U21 en þar slóu Oliver Ormar Ingvarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir Íslandsmetin í U21 sveigboga á mótinu fyrr í vikuni.