Mikil áhrif hafa verið á alþjóðlegu bogfimistarfi vegna Covid-19, alþjóðlega og hér heima.
50 skráningar höfðu borist á erlend bogfimimót í gegnum Bogfimisamband Íslands á mót sem er búið að aflýsa og það má gera ráð fyrir því að 90% þátttöku Íslands á alþjóðavísu í bogfimi muni falla niður árið 2020 vegna Covid-19.
Flestir hafa náð að fá endurgreiðslur vegna ferðakostnaðar, en tapið fyrir aðra keppendur er töluvert. Það er enn verið er að vinna í nokkrum. Ákveðið hefur verið að bóka ekki fyrir neina þátttakendur á nein mót fyrr en ástandið skýrist og ljóst verður að þátttaka á mótunum verði möguleg og þeim verði ekki aflýst.
Hér er farið stutt yfir helstu atriði sem hafa komið upp hingað til.
Búið er að fresta Ólympíuleikum í Tokyo til ársins 2021, ekki er búið að ákveða en hvernig þetta hefur áhrif á þau sæti sem eftir eru en það kemur í ljós á næstu mánuðum.
Veronicas Cup í Slóveníu var aflýst en áætlað að halda það aftur 2021.
Miðað við tilkynninguna mun European Championships, European Grand Prix og öllum Evrópumótum fatlaðra verða frestað en ekki er búið að gefa út formlega tilkynningu þess efnis enþá frá Evrópusambandinu. Og ekki er ljóst hvort að það verður mögulegt að halda þessi mót á þessu ári eða hvort að þeim verður frestað til næsta árs, þar sem Ólympíuleikum hefur verið frestað og mörg þessara móta eru undankeppni fyrir sæti á Ólympíuleika er mjög mögulegt að sum þeirra verði færð til næsta árs.
Öllum World Cup (Shanghai, Guatemala City, Berlin og Antalya) hefur verið aflýst. En stendur til að halda World Cup á þessu ári þegar ástandið batnar en óvíst hvernig formið á því verður en skráningar frestir verða mjög stuttir ef það verður mögulegt að framkvæma það.
Sænska Bogfimisambandið aflýsti Norðurlandameistaramóti ungmenna en það verður næst haldið 2021.
Mót sem er ekki búið að aflýsa eða fresta enþá eru: European 3D Championships, World Field Championships, European Youth Championships og European Youth Cup. En dagsetningar þessara móta eru í Júlí, Ágúst og September og því ekki ljóst enþá hvernig ástandið með Covid-19 mun hafa áhrif á þessi mót þetta langt fram í tímann.
En stendur til að halda Íslandsmót ungmenna og öldunga í lok Júní og Íslandsmeistaramót um miðjan Júlí. En mögulegt er að það þurfi að færa þessi mót ef ástandið á Covid-19 faraldrinum batnar ekki.
Við erum heppin í bogfimi að það er mögulegt að stunda íþróttina án þess að koma nálægt öðrum iðkendum. Sem er til dæmis hægt að sjá með IceCup mótaröðinni þar sem keppendur um allt land keppa á sama mótinu í öllum landshlutum á sama tíma.
Faraldurinn hefur hins vegar haft mikil áhrif á starf og æfingar hjá öllum íþróttafélögum liggja niðri eins og staðan er núna. Og óvíst er hvenær æfingar hefjast aftur. Eitthvað af iðkendum æfa heima og það er frábært að sjá að áhuginn á bogfimi minnkar lítið þó að mikið bjáti á.
Öryggið er fyrir öllu. Vonum að allir haldi heilsu og að faraldurinn hafi ekki mikil áhrif á okkur til framtíðar.