Áætlað verð á nokkrum alþjóðlegum mótum 2018

Hér neðst á síðuni er verðáætlun á nokkrum alþjóðlegum mótum á næsta ári.

Það eru nokkur mót þarna sem gætu endað frekar ódýr og við mælum með því að fara frekar á mörg ódýr mót heldur en fá dýr mót til að safna sér maximum reynslu.

Verðin eru flest áætluð í hærri kanntinum og gæti vel verið að heildinverði örlítið ódýrari. Alltaf gott að hafa viðmiðið of hátt 🙂

Gistingin miðast við að það séu 2 í herbergi saman, bílaleigubíll miðast við að 2 leigji bílaleigubíl saman og er aðeins settur inn í reikninginn þar sem það er nauðsynlegt að leigja bíl.

Eins og má sjá eru 3 mót sem eru mjög hagstæð, Nimes indoor world cup, Veronicas Cup og European Grand Prix. Það eru einnig mótin sem flestir geta tekið þátt í. Það er ekkert limit á því hvað við megum senda marga á Indoor World cup, við getum sent 6 í landsliði og svo óendanlegt magn af öðrum (club archers) á European Grand Prix og eftir því sem mér skylst er ekkert limit á Veronicas cup.

Á Veronicas cup eru opinn flokkur (senior), U-21 (Junior) og U-18 (cadet) flokkar að keppa á sama tíma. Þess vegna er það frábært mót fyrir yngri flokkana til að koma með þeim fullorðnu og upplifa stórt World Ranking mót.

Það eru mun fleiri mót en þetta á hverju ári, en þetta eru allt mót sem við vitum að einhverjir Íslendingar verða að keppa á.

Flest verðin miðast við verð frá í fyrra.

Innandyra 2018 Flug Gisting Keppnisgjöld Bílaleigubíll Samtals
World Cup indoor
Nimes       50.000 kr.       15.000 kr.        15.000 kr.     10.000 kr.            90.000 kr.

 

Utandyra 2018  Flug  Gisting  Keppnisgjöld  Bílaleigubíll  Samtals
World Cup
Shanghai     105.000 kr.       77.000 kr.        17.000 kr.                 – kr.         199.000 kr.
Salt Lake City     105.000 kr.       60.000 kr.        17.000 kr.                 – kr.         182.000 kr.
Berlin       50.000 kr.     104.000 kr.        17.000 kr.                 – kr.         171.000 kr.
Önnur Mót
Veronicas Cup       60.000 kr.       32.000 kr.           8.000 kr.                 – kr.         100.000 kr.
European Grand Prix       50.000 kr.       55.000 kr.        14.000 kr.                 – kr.         119.000 kr.
European Championships       60.000 kr.     101.000 kr.        17.000 kr.                 – kr.         178.000 kr.