Átta keppendur frá Íslandi munu keppa á síðara Evrópubikarmóti ungmenna í Sviss 3-11 júní næstkomandi (European Youth Cup leg 2)
Á fyrra Evrópubikarmótinu í maí vann Ísland silfur verðlaun í trissuboga U21 liða og var ekki langt frá því að tryggja sér brons í einstaklingskeppni til viðbótar. Íslendingar eru taldir líklegir til að keppa til verðlauna á seinna Evrópubikarmótinu líka.
Keppendurnir okkar sem eru að fara út til Sviss núna eru:
- Freyja Dís Benediktsdóttir – Trissubogi U21
- Eowyn Marie Mamalias – Trissubogi U21
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Trissubogi U21
- Anna María Alfreðsdóttir – Trissubogi U21
- Ragnar Smári Jónasson – Trissubogi U21
- Aríanna Rakel Almarsdóttir – Trissubogi U21
- Melissa Tanja Pampoulie – Sveigbogi U21
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – Sveigbogi U21
Þó er líklegt að Anna María sé slösuð og óvíst er sem stendur hvort að hún muni geta keppt á mótinu þegar út verður komið. En fjórir keppendur eru í trissuboga kvenna U21 og því mun Ísland alltaf ná að full skipa þriggja manna liðið á mótinu (sem vann silfur á síðasta Evrópubikarmóti).
Krakkarnir okkar munu einnig nota tækifærið og keppa á Svissnesku ungmenna móti sunnudaginn 4 júní, degi áður en Evrópubikarmótið hefst, til gamans og smá upphitunar.
Við munum birta ítarlegar fréttir um gengi Íslands á mótinu eftir að því er lokið og þegar tækifæri gefst á meðan á keppninni stendur. En það verður mögulegt að fylgjast með smáfréttum, niðurstöðum og slíku hér:
- Smá fréttir: https://www.instagram.com/bogfimi/
- Niðurstöður mótsins: https://www.ianseo.net/Details.php?toId=14308
- Myndir: https://bogfimi.smugmug.com/
- Myndskeið (óvíst hvort að verður): https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland