Ísland sendir 8 keppendur á EM í Bogfimi í Legnica Póllandi 26.Ágúst – 02.Sept
Hægt verður að fylgjast með úrslitum hér
European Championships Legnica Poland 2018
Mótið er einnig undankeppni fyrir sæti Evrópuleika og því verður hörð keppni á EM þar sem öll lönd munu senda sín bestu lið.
Þeir sem fara eru:
Sveigbogi karla:
Guðmundur Örn Guðjónsson
Sigurjón Atli Sigurðsson
Haraldur Gústafsson
Sveigbogi kvenna:
Astrid Daxböck
Sigríður Sigurðardóttir
Justyna Agata Gawaronsk
Trissubogi karla:
Maciej Stepien
Guðmundur Örn Guðjónsson
Trissubogi kvenna:
Astrid Daxböck
Ewa Ploszaj
2 keppendur keppa í báðum flokkum og því 10 skráningar á mótið af 12 hámarki per þjóð.
Ísland á góða möguleika á því að ná lágmarksskori sem þarf til að mega taka þátt á Evrópuleikunum í öllum flokkum, það er hins vegar ekki nægilegt til að fá sæti, keppendurnir þurfa að vinna sér inn sæti á leikana á mótinu og ná lágmarksskorinu. Við teljum miklar líkur á því að Ísland nái sæti á Evrópuleikana en óvíst í hve mörgum flokkum við munum ná inn.
Sigurjón er vert að fylgjast með í sveigboga þar sem hann hefur reglulega náð yfir lágmark skorunum í keppni og er líklegur til að eiga möguleika á sæti á Evrópuleikana, einnig keppti hann á síðustu Evrópuleikum. Guðmundur er í sama báti þar sem hann hefur reglulega náð yfir lágmörkunum í keppni í bæði trissuboga og sveigboga. Astrid mundi teljast líklegust til að ná lágmörkunum í sveigboga kvenna og Ewa í trissuboga kvenna.