Bogfimisetrið Indoor 2020 var haldið miðvikudaginn 15 Janúar í Bogfimisetrinu í Reykjavík og góð tíðindi komu af mótinu. 7 heimsmet voru sett á mótinu.
Guðbjörg Reynisdóttir BF Hrói Höttur í Hafnarfirði setti 2 heimsmet í Berboga kvenna opnum flokki og U21 (Barebow Women, Barebow Junior Women) með 433 stig. Guðbjörg keppti einnig um brons á EM í víðavangsbogfimi í fyrra og er margfaldur Íslandsmeistar, tvöfaldur norðurlandameistari og á mörg Íslandsmet í bogfimi.
Ólafur Ingi Brandsson BF Boginn í Kópavogi setti 2 heimsmet í Berboga karla opnum flokki og 50+ (Barebow Men, Barbow Master Men) með 453 stig. Ólafur vann silfur á HM öldunga 2018. Ólafur er einnig margfaldur Íslandsmeistari og á mörg Íslandsmet.
Hlynur Óskarsson BF Hrói Höttur í Hafnarfirði setti 2 heimsmet í Berboga Karla U21 og U18 (Barebow Cadet Men, Barebow Junior Men) með 243 stig. (þess má geta að þetta var fyrsta mót sem Hlynur hefur keppt á í bogfimi)
Nóam Óli Stefánsdóttir BF Boginn í Kópavogi setti 1 heimsmet í Berboga Karla U18 (Barebow Cadet Women) með 66 stig.
Heimssambandið hefur auglýst að þar sem met fyrir berboga eru ný að þá verða þau ekki staðfest fyrr en 1 apríl, en óformleg staðfesting er fyrir hendi þar sem búið er að færa metin til bókar í kerfi heimssambandsins. Þegar staðfesting berst ættu metin að vera staðfest sem Evrópumet einnig.
Við munum rita aðra grein um þegar formleg staðfesting á metum hefur borist.
Nýjar reglur voru að taka gildi um berboga, sjá grein á síðu heimssambandins tengt þessu. https://worldarchery.org/news/176943/new-version-world-archery-rulebook-issued-15-january-2020
Því má gera ráð fyrir því að sum af þessum metum muni ekki standa til lengdar.
Berbogi (barebow) hefur áður aðeins verið hluti af víðavangsbogfimi og 3D bogfimi innan vébanda heimssambandins, en var núna 15 Janúar tekinn inn í sem keppnis boga flokkur markbogfimi (target archery) af heimssambandinu.
Á Íslandi hefur berbogi verið hluti af Íslandsmeistaramótum í um 4 ár og mikil hefð er fyrir berboga í markbogfimi á Norðurlöndum
Þess má geta að þrátt fyrir að heimssambandið hafi gefið út að þeir muni staðfesta heimsmetin 1 apríl hafa borist 2 staðfestingar á báðum heimsmetum Guðbjargar í tölvupósti og á heimsíðu heims bogfimi sambandsins er það ritað sem “standing record”.